Samningur Neil Mellors við Wigan frágenginn
Formlega hefur verið gengið frá því að Neil Mellor verði lánaður til Wigan út þetta tímabil. Hann hlakkar þó til að spila með Wigan, sem hefur komið á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur og situr nú í 6. sæti deildarinnar.
"Ég hlakka til að spila fyrir Wigan og skora mörk að nýju. Ég hef mikla aðdáun á Paul Jewell þar sem hann var í svipaðri aðstöðu og ég þegar hann var hjá Liverpool og ég get lært af honum. Ég talaði við Benítez áður en ég kom til Wigan og hann sagði mér að það væri gott fyrir mig að vera lánaður, skora nokkur mörk og koma mér í form. Hann sagði mér að ég væri fimmti valkostur í framherjastöðuna hjá Liverpool og ég myndi aðeins spila með varaliðinu þannig að þetta er frábært tækifæri fyrir mig.
Ég lít samt ekki svo á að ferli mínum hjá Liverpool sé lokið. Ég elska þetta félag og það hefur reynst mér mjög vel. Ég vil bara sanna mig, sýna að ég geti skorað mörk meðal þeirra bestu og sloppið við meiðsli. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get.
Mér hefur ekki liðið svona vel á æfingum í næstum tvö ár. Wigan er góður klúbbur og ég þekki Stephane Henchoz svo að vonandi get ég spilað nokkra leiki og skorað mikið af mörkum. Mér finnst frábært að skora mörk og það hefur verið erfitt að vera meiddur í næstum heilt ár. Ég hef saknað þess."
Wigan er komið í undanúrslit Deildarbikarkeppninnar og mætir Arsenal í seinni leiknum í næstu viku, en Wigan vann fyrri leikinn 1-0. "Það væri gaman að komast í bikarúrslitaleik en það er mikil vinna framundan. Vonandi get ég tekið þátt í því og ég mun reyna að hjálpa Wigan að komast til Cardiff."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!