| Gísli Kristjánsson
Neil Mellor sem er á láni frá Liverpool tryggði Wigan öll þrjú stigin á Riverside Stadium í dag þegar að liðið lagði Middlesbrough að velli 2-3.
Þessi ungi markaskorari skoraði á 90. mínútu eftir að leikmönnum Middlesbrough mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu gestanna.
Einnig skoraði lánsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, David Thompson og er greinilegt að Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan veit hvað hann er að gera á leikmannamarkaðnum.
Jewell sagði: "Ég sagði við þá (Mellor og Thompson) fyrir leikinn að nýjir menn hjá mér ættu það oft til að skora í sínum fyrsta leik. Mellor beið með það fram á 90. mínútu í dag."
"Ég er ánægður fyrir hönd þeirra beggja og fyrir hönd liðsins því við spiluðum vel í dag og verðskulduðum öll stigin."
TIL BAKA
Neil Mellor tryggði Wigan sigur

Þessi ungi markaskorari skoraði á 90. mínútu eftir að leikmönnum Middlesbrough mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu gestanna.
Einnig skoraði lánsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, David Thompson og er greinilegt að Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan veit hvað hann er að gera á leikmannamarkaðnum.
Jewell sagði: "Ég sagði við þá (Mellor og Thompson) fyrir leikinn að nýjir menn hjá mér ættu það oft til að skora í sínum fyrsta leik. Mellor beið með það fram á 90. mínútu í dag."
"Ég er ánægður fyrir hönd þeirra beggja og fyrir hönd liðsins því við spiluðum vel í dag og verðskulduðum öll stigin."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan