Neil Mellor vill vinna Deildarbikarinn
Neil Mellor vill vinna Deildarbiakrinn með nýja liðinu sínu. Í kvöld á Wigan möguleika á að komast í úrslitaleik keppninnar þegar liðið leikur seinni leik sinn gegn Arsenal. Neil er tilbúinn í slaginn og hann býr að góðum minningum úr keppninni af ferli sínum hjá Liverpool. Hann á meira að segja verðlaunapening fyrir sigur í keppnini þó hann hafi enn ekki leikið í úrslitaleik hennar!
Neil skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í undanúrslitum Deildarbikarsins leiktíðina 2002/03. Liverpool tapaði þá 2:1 fyrir Sheffield United á Bramall Lane en vann seinni leikinn 2:0 á heimavelli með mörkum frá El Hadji Diouf og Michael Owen. Í úrslitaleiknum vann Liverpool svo Deildarbikarinn í sjöunda sinn eftir að hafa unnið Manchester United 2:0 á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Þeir Steven Gerrard og Michael Owen tyggðu mjög eftirminnilegan sigur.
Neil kom síðast við sögu aðalliðs Liverpool þegar liðið lék við Watford í undanúrslitum keppninnar fyrir ári. Hann spilaði í fyrri leiknum þegar Steven Gerrard tryggði Liverpool 1:0 sigur. Steven skoraði líka eina mark seinni leiksins en þá var Neil kominn á meiðslalistann.
,,Þetta verður í þriðja sinn sem ég spila í undanúrslitum Deildarbikararsins en ég hef aldrei tekið þátt í úrslitaleik. Auðvitað langar mig að ná að spila í úrslitaleik keppninnar og það geri ég með því að hjálpa Wigan að komast í úrslitaleikinn.
Meiðsli settu auðvitað strik í reikninginn á síðasta ári. En í úrslitaleiknum sem var á undan þeim var ég seytjándi maður í liðshópinn. Gerard Houllier sagði mér að ég myndi vera á varamannabekknum ef einhver myndi veikjast. Ég vonaðist til að einhver veiktist en svo fór ekki. Ég á enn verðlaunapening sem Gerard Houllier gaf mér eftir leikinn. Einhver í þjálfaraliðinu átti að fá hann. Ég var mjög ánægður með að fá þennan pening og ég hef gætt hans vel og vandlega. En nú langar mig til að vinna veðlaunapening fyrir að spila í úrslitaleiknum. Það yrði mjög sérstök stund fyrir mig ef ég næði að spila í sigurliði í úrslitaleik keppninnar.
Það eru allar líkur á því að Neil spili með á Highbury í kvöld. Wigan Athletic leiðir 1:0 eftir fyrri leik liðanna á JJB leikvanginum á dögunum. Neil var ekki kominn til Wigan þegar sá leikur fór fram. En Neil hefur áður skorað gegn Arsenal og því ætti hann ekki að geta það í kvöld? Allir muna enn eftir sigurmarki hans gegn Arsenal á Anfield Road á síðustu leiktíð!
Neil skoraði sigurmark Wigan í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Middlesbrough um síðustu helgi. Hann er því ákveðinn fyrir leikinn í kvöld. ,,Auðvitað væri frábært að skora á Highbury. En ég vildi frekar skora í úrslitaleiknum sjálfum ef við næðum að slá Arsenal út. En það verður erfitt verkefni." Neil getur þó örugglega reitt sig á stuðning áhangenda Liverpool í kvöld. Hvað þá ef hann kæmist í úrslit með Wigan!
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!