| Sf. Gutt

Mikilvægi Keisarans

Það eru ekki öll lið sem hafa Keisara í sínum röðum. Liverpool hefur þó einn og sá stendur sig alltaf vel. Það er reyndar ekkert nýtt að Keisarinn standi fyrir sínu því hann er lykilmaður í liði Liverpool. Dietmar Hamann lék lítið í kringum áramótin en hann er nú búinn að spila mjög vel í síðustu þremur leikjum. Hann var til dæmis af mörgum talinn besti maður vallarins þegar Liverpool lagði Manchester United að velli í F.A. bikarnum um síðustu helgi. Mikilvægi hans gæti þó enn aukist eftir að Mohamed Sissoko meiddist illa á auga gegn Benfica.

Steven Gerrard kann vel að meta Dietmar og vill halda honum sem lengst hjá félaginu.,,Didi var frábær um helgina og reynar er hann búinn að standa sig frábærlega alla leiktíðina. Það getur verið erfitt að vera ekki í liðinu í hverri viku og spila bara svolítið í leikjum. En hann er svo snjall leikmaður og það er ástæðan fyrir því að framkvæmdastjórinn leitar til hans. Maður veit alveg nákvæmlega að hverju maður gengur hjá honum. Þó svo að hann spili ekki þrjá eða fjóra leiki þá er hann svo leikreyndur að hann veit alveg nákvæmlega hvað hann á að gera þegar hann kemur aftur í liðið. Hann sýnir þá jafnan stórleik.

Mér fannst hann besti maður vallarins gegn United og það sýnir að hann nær alltaf sínu besta í stórleikjum. Munið að þetta er líka maður sem hefur leikið í úrslitum á Heimsmeistaramóti. Þess vegna er það svo mikilvægt að hafa mann til taks sem er jafn leikreyndur og hann. Persónulega þá hefur ég lært gífurlega mikið af honum í gegnum árin. Ég vona að hann verði sem allra lengst hjá okkur. Það er ekki bara gott að hafa hann sem leikmann því hann er líka fínasti náungi sem gott er hafa í kringum sig. Miðjumenn okkar eru frekar ungir og við getum allir lært mikið af Didi."

Þetta viðtal við Steven Gerrard var tekið fyrir leikinn við Benfica þegar Momo Sissoko meiddist. Nú er ljóst að Dietmar á eftir að spila meira á næstu vikum en kannski var gert ráð fyrir. Það er sannarlega ekki ónýtt að hafa hann til taks núna. Dietmar framlengdi samnng sinn við Liverpool um eitt ár á liðinu sumri. Í þeim samningi var ákvæði þess efnis að ef hann næði ákveðnum leikjafjölda á þessari leiktíð gæti hann farið fram á lengri samning. Ég hugsa að flestir stuðningsmenn Liverpool voni að Keisarinn verði lengur hjá Liverpool en til vors.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan