"Morientes þarf tíma"
Fernando Morientes hefur ekki skorað fyrir Liverpool í síðustu 12 leikjum sínum með félaginu. Rafael Benítez segir einu leiðina til að hann finni sig upp við markið sé að hann haldi áfram að spila. Vandamálið verði ekki leyst þegar hann situr á bekknum.
"Hann getur ekki leyst vandamálið ef hann situr á bekknum. Ég vonaðist til að Morientes myndi ná að skora í síðasta leik, Crouch tókst að skora í bikarnum gegn Mancester United og það hefði verið gott fyrir Fernando að komast á blað. Það hefði gefið honum meira sjálfstraust. En ef maður vill sjá framherja sína skora er ekki hægt að setja þá út úr liðinu. Ef maður vill styðja leikmann verður að halda honum inni á vellinum, það gerir ekkert gagn að taka hann útaf.
Fernando er góður í að klára sín færi. Það sést á tölfræði hans á ferlinum. Hann hefur skorað mikið af mörkum hvar sem hann hefur spilað. Nú þarf hann meira sjálfstraust. Og ef maður vill gefa honum slíkt verður hann að spila, hann breytir ekki stöðunni þegar hann er ekki á vellinum."
Benítez viðurkennir hins vegar að hann hafi áhyggjur af því hve fá mörk liðið er að skora. "Ég ákvað að nota Morientes og Crouch því að þeir hafa góðan skilning sín á milli. Og þeir léku vel. Þeir lögðu hart að sér, sköpuðu færi, héldu boltanum og komu honum á miðjumennina og kantmennina en vandamálið er að við verðum að skora fleiri mörk. Þegar það gerist hafa allir meira sjálfstraust. Þetta reynir á taugarnar hjá mér líka. Það jákvæða er annar sigur, við héldum aftur hreinu og fengum stigin þrjú. En þegar maður skapar jafn mikið af færum og við erum að gera verðum við að skora fleiri mörk.
Við settum pressu á okkur sjálfa. Þegar við skorum ekki hafa leikmennirnir ekki sjálfstraust og missa boltann. Það er verra fyrir liðið. Ef maður gerir mistök eykst stressið og þegar það gerist fjölgar mistökunum. Þetta er vítahringur. Eina leiðin til að komast úr úr honum, og þá skora annað mark eftir að liðið kemst yfir.
Fernandi er að spila mjög vel fyrir utan teiginn. Hann heldur boltanum, sendir vel og gefur okkur góða valkosti. En inni í teignum þurfum við að klára færin og hann verður að vera eigingjarnari."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!