| AB

Mun Rafa framlengja samning sinn?

Fullyrt er að Rafa Benítez muni framlengja samning sinn um eitt ár til ársins 2010. Sérstaklega eru þetta ánægjulegar fréttir þegar hann er hvað mest bendlaður við Real Madrid. Hann hefur gefið munnlegt vilyrði fyrir þessu og mun að öllum líkindum skrifa undir á fimmtudag. Allavega var þessu fagnað á SKY Sports frameftir kvöldi með svipmyndum af hápunktum Rafa í stjórastarfinu. Sigurmark Gerrard gegn Everton og svo Olympiakos, mark Garcia gegn Juventus og svo gegn Chelsea, markvarsla Dudek gegn Schevchenko og síðast en ekki síst fékk sigurmark Crouch gegn Utd um daginn í bikarnum að fljóta með.

Leikmenn Rafa fögnuðu þessum fréttum með stæl. Robbie Fowler skoraði fyrsta mark sitt á seinna skeiði sínu með Liverpool með marki gegn Fulham líkt og á fyrra skeiði sínu. Hann skoraði jú einmitt fyrsta mark sitt fyrir félagið gegn Fulham árið 1993. Stephen Warnock hitti boltann ekki sérstaklega vel en skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool gegn Fulham í 55. leik sínum fyrir félagið. Liverpool vann WBA 5-0 á öðrum degi jóla 2004 en 5-1 sigurinn á Fulham var næststærsti sigur Liverpool í stjórnartíð Benítez.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan