Nando vonar að Robbie fái nýjan samning
Fernando Morientes vonar innilega að Robbie Fowler fái framlengingu á samningi sínum þegar tímabilinu lýkur. Robbie bíður enn og vonar að hann fái nýjan samning.Robbie hefur skorað tvö lögleg mörk síðan hann kom aftur heim og Fernando telur að hann hafi sýnt meira en nóg til þess að eiga skilið nýjan samning.
,,Ég veit vel hvað Robbie hefur áorkað á sínum ferli og þegar ég fylgist með honum vinna, æfa og spila fótbolta veit ég hvað hann getur áorkað í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt að hann fái nýjan samning," sagði Morientes.
,,Á mínum yngri árum horfði ég mikið á fótbolta í sjónvarpinu en jafnvel þó að maður hafi ekki fylgst mikið með fótbolta hlýtur maður samt að hafa heyrt um Robbie Fowler. Hann er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnunum og hann er sennilega stór ástæða þess að fólk flykkist á leiki núna til að sjá eitthvað sérstakt frá honum."
,,Hann skoraði mikið fyrir England, hann hefur verið mikill markaskorari fyrir Liverpool og tölfræði yfir feril hans talar sínu máli. Ég vona að hann fái nýjan samning því hann er ennþá toppleikmaður."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!