| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mikilvægur sigur gegn Bolton
Það var enginn annar en Robbie Fowler, afmælisbarn dagsins, sem skoraði markið rétt fyrir hálfleik eftir gott samspil við Peter Crouch. Rafael Benitez hrósaði Robbie í hástert eftir leikinn og sagði að Liverpool hefði fyllilega verðskuldað að fá stigin þrjú.
,,Að skora mark og hvað þá sigurmark er það besta fyrir sóknarmann og þetta var ánægjulegt fyrir Robbie á afmælisdaginn hans. Mér finnst gaman að sjá Robbie skora mörk og það er ánægjulegt að sjá hann leggja svona hart að sér og spila svona vel."
,,við vissum að þessi leikur yrði harður og erfiður. Við áttum í erfiðleikum með aukaspyrnur, innköst og langa bolta í fyrri hálfleik en við vorum mun betri í seinni hálfleik."
,,Ég breytti í hálfleik, setti Luis Garcia inná fyrir Djibril Cisse, því við þurftum að halda boltanum betur og skapa meira. Mér fannst við gera það í síðari hálfleik. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda boltanum betur og senda hann betur á milli okkar."
,,Við erum núna með 70 stig og kannski þurfum við bara einn leik í viðbót til að tryggja okkur þriðja sætið."
Rafa bætti því við í lokin að Momo Sissoko var ekki notaður í leiknum í dag því að hann er einungis einu gulu spjaldi frá banni og gæti því misst af undanúrslitaleiknum gegn Chelsea í FA bikarnum.
,,Að skora mark og hvað þá sigurmark er það besta fyrir sóknarmann og þetta var ánægjulegt fyrir Robbie á afmælisdaginn hans. Mér finnst gaman að sjá Robbie skora mörk og það er ánægjulegt að sjá hann leggja svona hart að sér og spila svona vel."
,,við vissum að þessi leikur yrði harður og erfiður. Við áttum í erfiðleikum með aukaspyrnur, innköst og langa bolta í fyrri hálfleik en við vorum mun betri í seinni hálfleik."
,,Ég breytti í hálfleik, setti Luis Garcia inná fyrir Djibril Cisse, því við þurftum að halda boltanum betur og skapa meira. Mér fannst við gera það í síðari hálfleik. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda boltanum betur og senda hann betur á milli okkar."
,,Við erum núna með 70 stig og kannski þurfum við bara einn leik í viðbót til að tryggja okkur þriðja sætið."
Rafa bætti því við í lokin að Momo Sissoko var ekki notaður í leiknum í dag því að hann er einungis einu gulu spjaldi frá banni og gæti því misst af undanúrslitaleiknum gegn Chelsea í FA bikarnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan