Morientes viðurkennir að hann gæti verið á förum
Fernando Morientes viðurkennir að nýliðið tímabil hafi verið hræðilega lélegt af hans hálfu og ekki bætti úr skák að hann var ekki valinn í 23 manna landsliðshóp Spánverja fyrir HM í sumar.
Rafa Benitez er líklega opinn fyrir tilboðum í Morientes og Cisse því það er nokkuð ljóst að nýr framherji verði keyptur í sumar. Talið er að Espanyol vilji fá Morientes og Marseille og Lyon hafa lýst yfir áhuga á að kaupa Cisse.
,,Fólk segir að Liverpool muni kaupa framherja í sumar og sögusagnir eru uppi um það að Benitez treysti ekki lengur á mig," sagði Morientes.
,,Ef ég spila ekki þá get ég ekki verið áfram. Ég er búinn að vera í eitt og hálft ár hjá Liverpool og hef aldrei náð að finna mig almennilega. Ég verð að tala við stjórann og sjá hvort hann vilji halda mér."
,,Ástæðan fyrir því að ég fór frá Real var að ég fékk ekki að spila, mér fannst ég ekki gera neitt gagn og sama staða er núna uppi hérna."
Varðandi landsliðið hafði Morientes þetta að segja: ,,Ef ég hefði spilað meira, ef ég hefði skorað 15-20 mörk hefði ég getað átt von á einhverju betra en ég hef ekki verið að spila vel."
,,Leikstíll minn var trygging mín fyrir góðu gengi en þetta hræðilega ár sem ég hef átt er þess valdandi að ég verð að sætta mig við orðinn hlut."
-
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins