Rafael hrósar Nando við brottför hans
Það voru miklar væntingar gerðar til Fernando Morientes þegar hann kom til Liverpool í janúar árið 2005. En honum tókst aldrei að festa sig almennilega í sessi. Hann var að vísu alltaf mjög duglegur og hljóp mikið en hann náði ekki að skora eins mörg mörk og stuðningmenn Liverpool áttu von á. Hann hefur nú samið við Valencia. Mörgum þykir sem að ferill hans hjá Liverpool hafi ekki verið svo ýkja góður en Rafael Benítez hrósar landa sínum mikið.
,,Hann var stórstjarna þegar hann kom til okkar en viðhorf hans hans var alltaf gott. Hann hefur lagt mikið til liðsins frá því hann kom til liðsins. Ég ræddi við hann þegar leiktíðinni lauk og við sammæltumst um að ef eitthvað gott spánskt félag myndi falast eftir honum þá mætti hann ræða við það. Hann hefur verið mikill fagmaður frá því hann kom til okkar og hann hefur reynst mikil hjálparhella. Hann lék oft sem annar sóknarmaður liðsins. Það er erfitt því maður þarf að leggja mjög hart að sér við að skapa hinum sóknarmönnum svæði.
Ef maður talar við hina sóknarmennina þá munu þeir staðfesta hversu vel þeim líkaði að leika við hliðina á honum. Fernando lagði sig alltaf fram í þeirri stöðu sem hann lék en hann hlaut kannski ekki alltaf það hrós sem hann átti skilið. Hann kom til Liverpool á mikilvægum tíma og lék lykilhlutverk fyrir okkur. Hann hjálpaði mörgum af öðrum leikmönnum í liðinu með viðhorfi sínu og fagmennsku."
Fernando skoraði tólf mörk í 61 leik fyrir félagið. Hann vann tvo titla með Liverpool. Hann var í liði Liverpool sem vann Stórbikarinn í ágúst á liðnu sumri og svo kom hann inn sem varamaður þegar Liverpool vann F.A. bikarinn fyrir hálfum mánuði.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!