Cheyrou og Kirkland íhuga framtíð sína
Bruno Cheyrou og Chris Kirkland eru enn samningsbundnir Liverpool en öllum ætti að vera ljóst að þeir eiga ekki bjarta framtíð fyrir sér hjá Rauða hernum.
Cheyrou var hjá Bordeaux á síðasta tímabili og lék 26 leiki (22 í byrjunarliðinu) og skoraði 1 mark. Franska liðið vildi þó ekki nýta sér það ákvæði að kaupa kappann að tímabilinu loknu fyrir 2 milljónir punda og hefur hann því snúið aftur til Liverpool. Samningur Cheyrou við Liverpool rennur út eftir eitt ár og ætli hann sé ekki að leita sér að öðru félagi til að dvelja hjá þar til samningur hans rennur út.
Chris Kirkland lék 12 leiki fyrir WBA í Úrvalsdeildinni en átti við meiðsli að stríða aldrei þessu vant og í fjarveru hans tryggði Tomasz Kuszczak stöðu sína í liðinu. Umboðsmaður Kirkland, Colin Gordon, segir að tvö Úrvalsdeildarfélög hafi áhuga á Kirkland en ekki komi til greina að hann fari aftur til WBA því að hann hafi ekki áhuga á að leika í 1. deildinni. Góðu fréttirnar eru að Kirkland er laus við öll meiðsli og æfir nú á fullu. Vonandi verða lukkudísirnar á hans bandi í framtíðinni.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!