Hamann á leið til Bolton
Það virðist allt benda til þess að Didi Hamann leiki með Bolton á næstu leiktíð. Samkvæmt pottþéttum heimildarmanni á ynwa.tv þá skrifaði Hamann undir samning við Bolton í gær.
Didi byrjaði inná í 23 leikjum á síðasta tímabili og lék alls 32 leiki. Hann þurfti að leika í a.m.k. 22 leikjum til þess að tryggja sér eins árs samning í viðbót og fór nokkuð auðveldlega að því. Það var því fyllilega reiknað með að hann myndi spila með Liverpool á næsta tímabili. Uppgangur Sissoko og ætlun Benítez að kaupa hægri kantmann sem myndi gera Gerrard kleift að leika á miðsvæðinu gæti hafa þýtt að Rafa gerði Didi grein fyrir að hann myndi ekki leika marga leiki á næsta tímabili.
Bolton hefur verið á höttunum eftir Hamann í nokkurn tíma og var nálægt því að kaupa hann síðasta sumar. Nú virðist sem þeim hafi tekist ætlunarverk sitt. Liverpool og Bolton hafa samþykkt skiptin samkvæmt Liverpool Echo en segir ennfremur að Hamann hafi ekki samið um kaup og kjör en ynwa.tv fullyrðir að það sé frágengið.
Hamann er staddur í Þýskalandi til að fylgjast með sínum mönnum í opnunarleik HM í dag og mun nýta helgina til að hugsa málið. Eftir fund sem hann átti með Benitez var Hamann sagt að hann myndi ekki spila marga leiki með Liverpool á næsta tímabili.
Hamann hefur verið gríðarlega sigursæll með Liverpool og hefur unnið flesta stærstu titlana sem í boði eru nema Úrvalsdeildartitilinn. Hann var keyptur frá Newcastle á 7 milljónir punda árið 1999, spilaði stóran þátt í þrennutímabilinu árið 2001 og allir muna hvernig hann breytti leiknum gegn AC Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra, þegar hann kom inná í hálfleik. Það sama má segja um innkomu hans í úrslitum FA bikarsins gegn West Ham í maí.
Leikmenn koma sennilega einnig til með að sakna Hamanns því nærvera hans í búningsherberginu, á æfingasvæðinu og reynsla hans hafa verið mikilvæg fyrir félagið. Hamann var kallaður "The Kaiser" eða Keisarinn af liðsfélögum sínum.
Ef Hamann nær samningum við Bolton verður hans sárt saknað og leiðinlegt er fyrir stuðningsmenn félagsins að ná ekki að kveðja hann með virktum. Líklegt er að Bolton borgi ekkert fyrir Hamann en þó verður klásúla í samningnum um að Liverpool fái 500 þúsund pund ef hann nær að spila ákveðið marga leiki á tímabilinu.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!