Hamann stendur frammi fyrir erfiðu vali
Dietmar Hamann segir að Liverpool vilji selja sig en hann langar ekkert sérstaklega að fara. Hann mun gera upp hug sinn á næstu dögum. Hann ræddi framtíð sína við Chris Bascombe hjá Liverpool Echo.
"Hjarta mitt liggur hjá Liverpool en auðvitað verð ég að taka mark á því sem mér hefur verið sagt og gera það sem rétt er. Sú ákvörðun að selja mig kemur mér ekki í opna skjöldu en það er erfitt fyrir mig að ákveða hvort ég vilji fara eða ekki. Ég kem til Englands síðar í vikunni og þá mun ég ákveða hvort ég fari til Bolton. Það er eina félagið sem sýnt hefur á mér áhuga. Ég gæti ákveðið að vera um kyrrt eða fara. Ég verð að íhuga framtíð mína vandlega.".
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna