Cheyrou farinn til Rennes
Það er óhætt að segja að Bruno Cheyrou hafi ekki skráð nafn sitt í neinar sögubækur hjá Liverpool FC. Hans verður helst minnst fyrir sigurmark sitt gegn Chelsea á sínum tíma. Það hefur lengi verið ljóst að hann var ekki í plönum Rafa Benítez og hefur félagið reynt að losa hann af launaskrá lengi.
Bruno var keyptur af Gérard Houllier frá Lille sumarið 2002 á 3,7 milljónir punda. Hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá félaginu og spilaði aðeins 48 leiki og skoraði 5 mörk í þeim. Hann hefur síðustu tvö árin verið lánaður til Frakklands, fyrst til Marseille og svo til Bordeaux. Hann verður formlega kynntur sem leikmaður Rennes í dag, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.
Við óskum Bruno Cheyrou alls hins besta í framtíðinni.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna