Cheyrou farinn til Rennes
Það er óhætt að segja að Bruno Cheyrou hafi ekki skráð nafn sitt í neinar sögubækur hjá Liverpool FC. Hans verður helst minnst fyrir sigurmark sitt gegn Chelsea á sínum tíma. Það hefur lengi verið ljóst að hann var ekki í plönum Rafa Benítez og hefur félagið reynt að losa hann af launaskrá lengi.
Bruno var keyptur af Gérard Houllier frá Lille sumarið 2002 á 3,7 milljónir punda. Hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá félaginu og spilaði aðeins 48 leiki og skoraði 5 mörk í þeim. Hann hefur síðustu tvö árin verið lánaður til Frakklands, fyrst til Marseille og svo til Bordeaux. Hann verður formlega kynntur sem leikmaður Rennes í dag, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.
Við óskum Bruno Cheyrou alls hins besta í framtíðinni.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur