Bolo getur spilað á miðjunni
Rafa Benitez hefur gefið það í skyn að Bolo Zenden gæti verið notaður á miðri miðjunni í einhverjum leikjum á næsta tímabili. Zenden hefur náð sér fullkomlega af hnémeiðslunum sem hann hlaut í nóvember í leik gegn Real Betis á Anfield.
Benitez er hæstánægður með að hafa endurheimt Zenden og undirbýr nú leikmenn sína fyrir fyrsta æfingaleik tímabilsins, gegn Wrexham á laugardaginn.
,,Hann er farinn að æfa að nýju og ég var mjög ánægður með hann í lok síðasta tímabils." Sagði Rafa.
,,Hann var meiddur en hann var alltaf til staðar í búningsherberginu að hvetja liðsfélaga sína áfram og hann studdi við bakið á þeim."
,,Hann hefur byrjað undirbúningstímabilið vel æfingalega séð. Ég hef verið að hugsa um að nota hann stundum á miðri miðjunni því hann hefur reynslu þar síðan hann var hjá Middlesboro."
,,Hann hefur gæðin, með reynslu hans og leikskilning getur hann gert marga hluti fyrir okkur."
,,Ég held að hann hafi verið ánægðari í þessari stöðu og þar sem við erum að missa Hamann, höfum við Momo Sissoko, Stevie Gerrard og Xabi Alonso fyrir þessa stöðu. Kannski Bolo líka."
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur