Neil Mellor byrjaður að skora
Það þurfti ekki að bíða lengi! Neil Mellor skoraði sitt fyrsta mark í sumar í æfingaleik með varaliðinu í dag. Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Wigan á Racecourse Ground í Wrexham. Neil skoraði með fallegu viðstöðulausu skoti. Þetta var aðeins annar leikur hans eftir meiðsli en fyrsti leiur hans í sumar var gegn Lincoln í síðustu viku. Neil meiddist skömmu eftir að lánsdvöl hans hófst hjá Wigan snemma á árinu. Hann er búinn að vera frá vegna þeirra meiðsla þar til nú.
Gary Ablett hinn nýji þjálfari varaliðs Liverpool stýrði liðinu í fyrsta sinn. Hann var ánægður með strákana sína. ,,Það var fínt fyrir strákana að fá tækifæri til að taka á. Það var gaman að sjá Neil Mellor skora þetta fallega mark því hann er búinn að vera meiddur. Neil var sprækur og var óheppinn að skora ekki þrennu. Það væri óskandi að hann næði að komast í gang og vonandi eru meiðsli hans nú að baki.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!