Rafa vildi ekki missa Warnock
Rafa segir að ekki hafi komið til greina að hans hálfu að láta Stephen Warnock í stað Lucas Neill.
Mark Hughes vildi fá Warnock auk peninga fyrir Lucas Neill sem á bara eitt ár eftir af samningi sínum við Blackburn. Rafa var ekki hrifinn af þeirri hugmynd: "Blackburn vildi fá Warnock, en við gerðum þeim ljóst að við vildum halda honum. Þeir vildu Warnock og peninga þannig að við urðum að segja þeim að gleyma þessu. Warnock er 24 ára gamall og var í enska landsliðshópnum á síðasta ári."
Rafa viðurkennir að brottför Kromkamp þýðir að engin varaskeifa er til fyrir Steve Finnan í hægri bakverðinum: "Við urðum að bíða fram á síðustu stundu með því að reyna að kaupa Lucas Neill því að við þurftum peningana frá sölunni á Kromkamp. Við vorum þó búnir að gefa áhuga okkar í ljós áður en Kromkamp var seldur. Það fylgir þessu smááhætta en við getum farið á markaðinn í janúar. Ég veit að Lucas Neill vildi virkilega koma hingað og kannski er möguleiki á því í framtíðinni en við verðum að kanna hvað er í boði í janúar.
Við getum bjargað okkur með Carra eða Paletta ef eitthvað kemur upp á í hægri bakvarðastöðunni en við verðum dálítið þunnskipaðir í þeirri stöðu næstu fjóra mánuðina."
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!