Fréttir af meiðslum
Líklegt er talið að Momo Sissoko nái að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn gegn Everton næstkomandi laugardag. Hinsvegar eru Jamie Carragher og John Arne Riise ennþá tæpir.
Sissoko meiddist á hné gegn Maccabi Haifa og hefur náð að jafna sig hvað best af þríeykinu mikilvæga og Rafa Benitez er vongóður um að Afríkubúinn duglegi geti spilað þennan mikilvæga leik.
Hinsvegar virðast ökklameiðsli Jamie Carragher og John Arne Riise vera erfiðari við að eiga því báðir leikmenn eru ennþá í meðferð hjá sjúkraþjálfurum Liverpool.
Carragher fær að vita á miðvikudaginn hvort hann geti farið að æfa meira og eiga þar með raunhæfa möguleika á því að mæta Everton.
Norðmenn vildu fá Riise til liðs við sig fyrir leikinn gegn Moldavíu á miðvikudaginn en hann hefur nú fengið leyfi til þess að vera áfram á Melwood, enda vissi læknalið Liverpool að hann myndi aldrei geta spilað á miðvikudaginn þrátt fyrir að vera valinn í norska landsliðshópinn.
Möguleikar Riise og Carragher eru taldir vera 50% á því að þeir geti spilað á laugardaginn.
Rafa Benitez bíður einnig og vonar að allir leikmenn skili sér heilir úr landsleikjalotunni sem nú stendur yfir. Það verður að segjast að næstu þrír leikir Liverpool séu gríðarlega mikilvægir og því gæti þetta landsleikjahlé sennilega ekki komið á verri tíma fyrir Rafa Benitez og þjálfaralið hans.
Eftir heimsókn á Goodison Park á laugardaginn halda leikmenn til Hollands að spila við PSV Eindhoven þriðjudaginn 12. september og heimsækja svo Chelsea á Stamford Bridge laugardaginn þar á eftir.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni