Graham Poll dæmir derby-leikinn
Graham Polll mun dæma leik Everton á Liverpool á Goodison Park á laugardaginn. Púllarar hafa ekki alltaf góðar minningar af dómgæslu hans í leikjum Liverpool og þá var hann hæddur fyrir neyðarleg mistök á HM í sumar.
Þá sýndi hann sama leikmanninum gula spjaldið þrisvar, sem á ekki að vera hægt, en það var semsagt ekki fyrr en við þetta þriðja gula spjald sem leikmanninum var vikið af leikvelli.
Poll dæmdi grannaslaginn fyrir níu mánuðum og þá lyfti hann sex gulum spjöldum og tvemur rauðum. Það er reyndar ekki einsdæmi að mörg spjöld líti dagsins ljós í leikjum þessara liða því að í hinum leik liðanna á síðasta tímabili fór tvö rauð spjöld og níu gul á loft.
Graham Poll var í sviðsljósinu í leik þessara liða árið 2000. Í lok leiksins tók Sander Westerveld þáverandi markvörður Liverpool aukaspyrnu frá eigin vítateig en skaut boltanum í leikmann Everton og þaðan í netið. Þetta hefði reynst sigurmark Everton en Poll flautaði til leiksloka áður en boltinn fór í netið.
Jeff Winter, sem nú er hættur að dæma, sagði um Graham Poll: "Hann er reyndasti og sennilega besti dómari landsins. Auðvitað vill hann gleyma mistökum sínum í keppninni sem fyrst, en stuðningsmennirnir munu aldrei gleyma því og minna hann stöðugt á þetta. En það er varla til betri staður til að kveða þennan draug niður en grannaslagurinn á Merseyside. Vonandi verða spjöldin ekki of mörg svo að hann ruglist ekki!"
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni