Mark spáir í spilin
Spennan magnast á Merseybökkum. Þeir Rauðu sækja þá Bláu heim á morgun og ekki þarf að reikna með öðruu en baráttu og látum. Bæði lið eru ósigruð það sem af er leiktíðar og ekki dregur sú staðreynd úr spennunni fyrir leikinn.
Fjórir leikmenn Liverpool voru á sjúkraskrá fyrr í vikunni en eitthvað hafa þeir Jamie Carragher, John Arne Riise og Stephen Warnock braggast. Sá fjórði, Mohamed Sissoko, var úrskurðaður leikfær fyrir nokkrum dögum. Allir fjórir voru meiddir þegar landsleikjahrinan hófst og í þetta sinn kom ein slík að gagni. Það kemur svo í ljós um hádegisbilið á morgun hvaða leikmönnum Rafael Benítez teflir fram. Fjölmargir landsliðsmenn Liverpool voru á þeytingi í vikunni og eru líklega sumir lúnir. En þegar að Mersybakka rimmu kemur dugar ekki að vera þreyttur. Andrúmsloftið og spennan sér fyrir því að allir leikmenn beggja liða verða æstir í að gera sitt besta. Spurningin er bara sú hverjir ná að sýna sitt allra besta.
Everton v Liverpool
Ég ætla að fara bil beggja hvað þennan leik varðar. Everton á raunhæfa möguleika, ef þeir halda öllum sínum mönnum heilum, á að hafna í einu af átta efstu sætunum á þessari leiktíð. Þeir geta gert Liverpool mjög erfitt fyrir í þessum leik. Rafael Benitez þarf að koma nokkrum nýjum leikmönnum fyrir í liðinu. Ég sé fyrir mér að hér gæti orðið jafntefli.
Úrskurður: Everton v Liverpool 2:2.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!