Mistökin gleymd
Jose Reina segir að mistökin sem hann gerði í leiknum gegn Everton um síðustu helgi séu gleymd og að hann sé nú tilbúinn til að horfa fram á við. Enda veitir ekki af því þar sem stórleikur við Chelsea er framundan á sunnudag.
Jose Reina segist aldrei hafa efast um eigin getu þrátt fyrir þessi slæmu mistök. "Það var mikilvægt að halda hreinu gegn PSV, ekki aðeins fyrir mig heldur liðið í heild. Sem markvörður veit ég að ég þarf alltaf að dansa á línunni sem liggur milli þess að gera mistök og verja skot.
Ég gerði mistök á laugardaginn, en ég reyni alltaf að gleyma þeim hratt. Það er auðvitað erfiðara eftir grannaslag þegar fólk mun minna mann á hvað gerðist. Ég veit að þetta voru mistök í mikilvægum leik, en maður verður bara að halda áfram. Ég hef reynslu, og ég hef gert mistök áður og jafnað mig á þeim. Ég hef fulla trú á mér."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna