Mark spáir í spilin
Enn og aftur ganga leikmenn Liverpool og Chelsea á hólm. Þetta verður tólfta rimma Liverpool og Chelsea á síðustu þremur leiktíðum. Liðin hafa, í þessum rimmum, leikið saman í öllum keppnum á Englandi auk leikja í Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin fimm sinnum og þó nú sé aðeins miður september hafa liðin nú þegar leitt hesta sína saman einu sinni. Liverpool hefur haft betur í síðustu leikjum liðanna og sigrar Liverpool í undanúrslitum F.A. bikarsins og í Skjaldarleiknum voru sætir. Báðir þessir sigrar þýddu að Liverpool vann titla á kostnað Chelsea! Liverpool hefur hins vegar tapað síðustu deildarleikjum liðanna og úr því þarf að bæta.
Miðað við byrjun Liverpool á þessari leiktíð þá má þessi leikur ekki fyrir nokkurn mun tapast. Tvö töp eftir fjóra leiki er alveg áhugsandi. Það versta er að Liverpool gengur hvergi verr en á Stamford Brigde. Það gengi er ekki bundið við yfirtöku rússneska auðjöfursins. Síðasta áratuginn og rúmlega það eru sigrar Liverpool á Brúnni teljandi á einum fingri! Rimman á sunnudaginn verður erfið en leikmenn Liverpool verða að gyrða sig eftir skellinn á Goodison Park um síðustu helgi. Það voru batamerki á mönnum í Hollandi á þriðjudagskvöldið en betur má ef duga skal á Stamford Bridge.
Chelsea v Liverpool
Þetta eru nú aldrei frábærir leikir. Bæði lið eru þrjósk og léku í Meistaradeildinni í vikunni. Líklegt þykir mér því að þarna muni allt verða í járnum.
Úrskurður: Chelsea v Liverpool. 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!