| AB

Ballack bað Sissoko afsökunar

Michael Ballack hefur beðið Mohamed Sissoko afsökunar á því að hafa traðkað á læri hans en vegna þess var Þjóðverjinn var rekinn útaf í fyrsta skipti ferli sínum.

"Þetta var illa gert. Ég fór seint inn í tæklinguna en ég reyndi ekki að meiða hann. Þetta er fyrsta rauða spjaldið mitt á ferlinum og þegar ég sá atvikið í sjónvarpi vissi ég að ég þyrfti að biðjast afsökunar. Mér er ekki uppsigað við Sissoko. Mér líkar vel við hann. Eftir að hann hafði verið bókaður fyrr í leiknum og felldi svo Frank Lampard sagði ég honum að slaka á. Það eina sem ég gat gert við þessar aðstæður var að rétta fram sáttarhönd og biðja hann afsökunar."

Jose Mourinho sagði að þetta hefði verið rautt spjald en benti réttilega á að Sissoko hafði þegar átt að líta rauða spjaldið. Þess má geta einnig að hann viðurkenndi að Frank Lampard hefði ýtt Steven Gerrard í teignum í leiknum og Liverpool hefði því átt að fá víti.

Hvað sem því líður þá var lið Liverpool klaufar að tryggja sér ekki annað stigið í leiknum en Gerrard, Kuyt og Crouch sóuðu úrvalstækifærum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan