Löng leið framundan
Rafael Benítez segir alltof snemmt að afskrifa Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að tveir leikir hafi tapast. Slíkar raddir eru þegar farnar að heyrast en Benítez telur allt slíkt tal fáránlegt og ótímabært, einkum í ljósi þess að öll liðin sem spáð er að verði í baráttunni um titilinn hafa tapað það sem af er tímabili.
"Við verðum að halda áfram. Þetta er langhlaup. Það eina sem við getum gert er að hugsa um leikinn gegn Newcastle og næstu þrjú stig. Við munum sjá hversu nálægt við erum síðar. Þetta er ekki rétti tíminn til að hugsa um töfluna. Sem framkvæmdastjóri verð ég að sjá hvort liðið er að bæta sig og mér finnst augljóst að svo sé.
Aðalmálið fyrir okkur er að fara að skora mörk. Við höfum leikið þrjá útileiki og skapað fjölda færa þannig að ég er viss um að við förum að skora mörk. Við sjáum til hvernig leikmennirnir eru eftir tvo daga, en það er gott fyrir okkur að spila aftur á Anfield þar sem við erum yfirleitt sterkari.
Ef litið er á leikskipulagið lítur liðið mun betur út. Við áttum meira skilið úr leiknum gegn Chelsea því að við lékum ve l á löngum köflum. Við fengum nógu mörg færi til að komast yfir og síðan til að jafna. Við fengum á okkur gott mark, en gátum ekki skorað sjálfir. Við gerðum góða hluti gegn góðu liði.
Það sem veldur vonbrigðum er að við töpum en ég hef trú á liðinu mínu ef við höldum áfram að spila svona. Það er ljóst að við þurfum fleiri stig en það er löng leið framundan. Tímabilið er nýbyrjað. Leikmennirnir voru mjög vonsviknir í búningsklefanum því að þeir vita að þeir sköpuðu færi, léku vel og stjórnuðu leiknum. Það er leitt þegar maður á ekki skilið að vinna og veit að maður verðskuldaði meira, en leikmennirnir geta haldið haus."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!