| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Warnock vill kveða niður efasemdaraddir
Stephen Warnock segir að liðsfélagar sínir séu staðráðnir í því að kveða niður þann orðróm um að titilvonir Liverpool séu orðnar að engu eftir tvo tapleiki í röð. Tilvalið tækifæri til þess er gegn Newcastle á Anfield á miðvikudagskvöldið.
,,Við höfum allir heyrt og lesið það sem fólk segir um möguleika okkar á titlinum," sagði Warnock. ,,Það gerir okkur bara ennþá einbeittari í því að sanna að fólk hefur rangt fyrir sér."
,,Um leið og lokaflautan gall á sunnudaginn hefðum við allir viljað vera eftir á vellinum og spila strax við Newcastle bara til þess að geta spilað annan leik strax."
,,Við vitum að við erum með góðan leikmannahóp og það er ekki mikið sem er að hér, við verðum að ganga til leiks á morgun og sýna það."
,,Auðvitað var það mjög niðurdrepandi að tapa á sunnudaginn. Við fengum svo mörg góð tækifæri, Dirk átti gott skot í slána og svo hefði vel verið hægt að dæma víti á Chelsea."
,,En þegar maður hefur yfirspilað meistarana á þeirra eigin heimavelli þá veit maður að allir hafa verið að spila vel."
,,Sigurmarkið var frábært, ef Drogba myndi reyna þetta tíu sinnum í röð myndi hann ekki ná að skora aftur."
,,Nú verðum við einfaldlega að horfa fram á veginn og hlakka til að spila á Anfield að nýju."
Endurkoma Warnock í vörnina hefur tekist með ágætum en hann veit sem er að það þýðir ekkert að vera viss um sæti sitt í liðinu fyrir heimsókn Newcastle á morgun.
,,Leikurinn gegn Eindhoven var mjög mikilvægur fyrir mig því ég var að koma aftur inn í liðið. Það voru vonbrigði að vera tekinn af velli gegn Chelsea en maður sættir sig alltaf við ákvörðun stjórans, jafnvel þó maður vilji vera áfram inná vellinum. Það hjálpaði mér ekki að fá gult spjald snemma í leiknum sem mér fannst frekar strangur dómur."
,,Nú einbeiti ég mér að því að spila reglulega. Ég hef ekki verið heppinn með meiðsli en ég vona að það versta sé að baki."
,,Ég hef verið að vinna hart að því að bæta þolið hjá mér. Aðgerðin sem ég fór í síðast hafði mikil áhrif á þolið þannig að ég þarf að vinna það til baka."
,,Á síðasta tímabili var ég farinn að fá krampa eftir u.þ.b. 65 mínútur og þurfti að fara af velli en í Eindhoven gat ég spilað í 90 mínútur, ég fékk smávægilegan krampa tveimur mínútum fyrir leikslok."
Varðandi hugsanleg félagaskipti Warnock til Blackburn á síðasta degi félagaskiptanna hafði Warnock þetta að segja:
,,Daginn sem þetta var í gangi sagði stjórinn mér að Blackburn vildu fá mig í skiptum (fyrir Lucas Neill) en hann sagði jafnframt að hann tæki það ekki í mál að láta mig fara. Miðnætti nálgaðist og það var alltaf mögulegt að ég fengi símtal þar sem mér væri sagt að skiptin væru orðin að veruleika en ég var ánægður með að fá ekki það símtal."
,,Við höfum allir heyrt og lesið það sem fólk segir um möguleika okkar á titlinum," sagði Warnock. ,,Það gerir okkur bara ennþá einbeittari í því að sanna að fólk hefur rangt fyrir sér."
,,Um leið og lokaflautan gall á sunnudaginn hefðum við allir viljað vera eftir á vellinum og spila strax við Newcastle bara til þess að geta spilað annan leik strax."
,,Við vitum að við erum með góðan leikmannahóp og það er ekki mikið sem er að hér, við verðum að ganga til leiks á morgun og sýna það."
,,Auðvitað var það mjög niðurdrepandi að tapa á sunnudaginn. Við fengum svo mörg góð tækifæri, Dirk átti gott skot í slána og svo hefði vel verið hægt að dæma víti á Chelsea."
,,En þegar maður hefur yfirspilað meistarana á þeirra eigin heimavelli þá veit maður að allir hafa verið að spila vel."
,,Sigurmarkið var frábært, ef Drogba myndi reyna þetta tíu sinnum í röð myndi hann ekki ná að skora aftur."
,,Nú verðum við einfaldlega að horfa fram á veginn og hlakka til að spila á Anfield að nýju."
Endurkoma Warnock í vörnina hefur tekist með ágætum en hann veit sem er að það þýðir ekkert að vera viss um sæti sitt í liðinu fyrir heimsókn Newcastle á morgun.
,,Leikurinn gegn Eindhoven var mjög mikilvægur fyrir mig því ég var að koma aftur inn í liðið. Það voru vonbrigði að vera tekinn af velli gegn Chelsea en maður sættir sig alltaf við ákvörðun stjórans, jafnvel þó maður vilji vera áfram inná vellinum. Það hjálpaði mér ekki að fá gult spjald snemma í leiknum sem mér fannst frekar strangur dómur."
,,Nú einbeiti ég mér að því að spila reglulega. Ég hef ekki verið heppinn með meiðsli en ég vona að það versta sé að baki."
,,Ég hef verið að vinna hart að því að bæta þolið hjá mér. Aðgerðin sem ég fór í síðast hafði mikil áhrif á þolið þannig að ég þarf að vinna það til baka."
,,Á síðasta tímabili var ég farinn að fá krampa eftir u.þ.b. 65 mínútur og þurfti að fara af velli en í Eindhoven gat ég spilað í 90 mínútur, ég fékk smávægilegan krampa tveimur mínútum fyrir leikslok."
Varðandi hugsanleg félagaskipti Warnock til Blackburn á síðasta degi félagaskiptanna hafði Warnock þetta að segja:
,,Daginn sem þetta var í gangi sagði stjórinn mér að Blackburn vildu fá mig í skiptum (fyrir Lucas Neill) en hann sagði jafnframt að hann tæki það ekki í mál að láta mig fara. Miðnætti nálgaðist og það var alltaf mögulegt að ég fengi símtal þar sem mér væri sagt að skiptin væru orðin að veruleika en ég var ánægður með að fá ekki það símtal."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan