Gagnrýnendur Rafa hljóta að vera klikkaðir!
Steven Gerrard hefur skýr skilaboð handa þeim sem gagnrýna Rafa Benítez.
"Þeir sem draga í efa gildi leikaðferða Rafa Benítez hjóta að vera klikkaðir. Rafa hefur þegar náð svo miklum árangri hérna á tveimur árum og allir leikmennirnir og stuðningsmenn okkar hafa algjöra trú á honum. Ég þoli ekki þegar úrslitin hafa verið okkur óhagstæð að þá tala allir um hvar ég hef leikið. Ég er vanur því að leika í mismunandi stöðum undir stjórn Rafa og það er ástæðulaust fyrir fólk að röfla yfir því hvenær sem tækifæri gefst.
Ég er fyrstur til að viðurkenna að það kom mér á óvart að ég skyldi leika á vinstri kantinum á sunnudaginn. Ég varð að athuga liðsskipanina aftur en þessi taktík borgaði sig næstum því. Ef ég hefði skorað úr færinu mínu var það vinstra megin gegn varnarmanni sem átti í svo miklum erfiðileikum að honum var skipt útaf. Ef ég hefði jafnað leikinn þá myndi fólk dásama Rafa fyrir það snilldarbragð að láta mig leika gegn Boulahrouz.
Ég veit að Rafa mun halda áfram að láta mig leika í mismunandi stöðum því að honum finnst ég vera góður leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður af hendi."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!