Rafa hefur trú á Robbie Fowler
Robbie Fowler hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili en Rafa Benítez hefur trú á kappanum. Allt bendir til þess að Fowler verði í byrjunarliði Liverpool sem mætir Reading í kvöld í deildarbikarnum.
Robbie hefur einungis leikið tvo leiki á tímabilinu. Hann var í byrjunarliðinu gegn Sheffield United og Everton á útivelli. Hann skoraði eina mark Liverpool úr víti gegn Sheffield United en var tekinn útaf á 64. mínútu gegn Everton.
"Við höfum sett Robbie Fowler aftur í liðið vegna þess að hann er ákafur og getur skorað mörk. Hann lagði hart að sér við æfingar en meiddist svo í baki. Hann varð að hvíla sig. Hann er byrjaður að æfa á ný og veit að aðrir eru framar í röðinni en en hann getur lagt sitt að mörkum fyrir liðið.
Hann er aðdáandi liðsins og býr yfir þeim anda sem við viljum hafa. Hann verður að styðja samherja sína og verður að vera fyrirmynd yngri leikmanna. Ef hann er til í slaginn getur hann leikið stórt hlutverk. Hann er einstakur í að klára færin sín. Leikmenn missa hraða þegar þeir eldast og hann verður að nýta þau tækifæri sem gefast."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu