| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Liverpool varð fyrst allra liða til að leggja Aston Villa að leikvelli á leiktíðinni. Aston Villa tapaði síðast gegn Liverpool á Anfield Road og nú gerðist það aftur. Þetta er leikur Liverpool og Aston Villa í hnotskurn.

- Fyrir þennan leik var Aston Villa eina liðið í deildarkeppninni sem ekki hafði tapað leik.

- Síðasta tap Aston Villa fyrir þennan leik var gegn Liverpool á Anfield Road undir lok síðustu leiktíðar. Liverpool vann þann leik 3:1.

- Liverpool hefur ekki tapað fyrir Aston Villa frá því í september 2001.

- Aston Villa hefur aðeins unnið einn sigur á Liverpool í öllum keppnum í síðustu sextán leikjum liðanna í öllum keppnum.

- Robbie Fowler lék sinn 350. leik með Liverpool.

- Steve Finnan lék sinn 150. leik með Liverpool.

- Xabi Alonso lék í eitthundraðasta sinn fyrir hönd Liverpool.

- Dirk Kuyt skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni.

- Peter Crouch skoraði gegn einu af fyrrum félögum sínum. Þetta var áttunda mark hans á leiktíðinni.

- Sanz Luis Garcia skoraði í annað sinn á þessari leiktíð.

Jákvætt:-) Liverpool varð fyrst allra liða til að leggja Aston Villa að leikvelli á leiktíðinni og um leið lék liðið sinn besta leik. Allir leikmenn Liverpoool léku vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar liðið gerði út um leikinn.    

Neikvætt:-( Það örlaði aðeins á taugaóstyrk hjá leikmönnum Liverpool eftir að Aston Villa skoraði. Annað var það nú ekki.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Dirk Kuyt. Það var vel við hæfi að Dirk Kuyt skyldi skora fyrsta markið gegn Aston Villa því faðir hans, sem hefur átt við alvarleg veikindi að stríða, heimsótti Anfield í fyrsta sinn. Dirk átti frábæran leik. Boltameðferð hans var mjög góð og hann var mjög vel vakandi fyrir öllu í kringum sig. 

2. Xabi Alonso. Besti leikur hann á leiktíðinni. Xabi lék eins og hann getur hvað best. Hann spilaði boltanum frábærlega og var mjög skapandi.

3. Steven Gerrard. Hann var mjög óheppinn að skora ekki. Hann átti kraftmikinn leik á miðjunni og lék eins og hann getur best. Snúningurinn sem hann átti í aðdraganda þriðja marksins var alveg frábær.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan