Mark spáir í spilin
Liverpool er efst í sínum riðli í Meistaradeildinni en það er langt í land að ná efsta sætinu í ensku deildinni. Það mætti þó aðeins draga á efstu liðin núna um helgina. Að minnsta kosti er ljóst að Chelsea og Manchester United munu ekki bæði sigra um þessa helgi. Til þess að færa sér þessa stöðu í nyt verður Liverpool þó að vinna sinn leik.
Gestirnir kom ekki langt að í þetta sinn. Manchester City hefur átt svipuðu gengi að fagna og Liverpool hvað það varðar að liðið spilar vel á heimavelli en gengur ekkert á útivöllum. Samkvæmt þeirri uppskrift ætti Liverpool að vinna því ekkert lið í deildinni er með betri árangur á heimavelli á þessari leiktíð. Á Anfield Road hefur Liverpool unnið hvern einasta leik utan einn og er þá sama í hvaða keppni er talið. Vonandi heldur hið góða gengi í Musterinu áfram. Liverpool þarf mjög á því að halda því liðið hefur enn ekki komist í Evrópusæti á þessari leiktíð! Liverpool á þó möguleika á að komast í Evrópusæti með því að vinna Manchester City og það yrði viss áfangasigur.
Eitt þó öruggt og það er það að Dietmar Hamann mun fá góðar móttökur frá The Kop. Hann yfirgaf Liverpool í sumar og stoppaði dagstund eða svo hjá Bolton áður en hann fór til Manchester. Didi var gríðarlega mikilvægur leikmaður og hans er sárt saknað nú þegar Mohamed Sissoko er meiddur. En það varður vel tekið á móti Didi á morgun. Við vonum samt að hann fari frá Liverpool með tap á bakinu í þetta sinn!
Liverpool v Manchester City
Ég myndi telja Liverpool sigurstranglega á heimavelli um þessar mundir. Ég veit að það er eitthvað um meiðsli í herbúðum þeirra en ég held samt að liðið muni skapa sér nógu mörg færi til að leggja City að velli. City hefur leikið slaklega á útivöllum og þó svo Bernardo Corraddi hafi skorað í síðustu viku þá sér maður ekki hver muni skora fyrir þá.
Úrskurður: Liverpool v Manchester City. 2:0.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni