Sagt eftir leik
Góður sigur vannst á Manchester City í gær, laugardag, með marki frá Steven Gerrard í seinni hálfleik. Meiðsli miðjumanna settu strik í reikninginn varðandi liðsuppstillingu hjá Rafael Benitez en að lokum tókst að brjóta niður þéttan varnamúr City manna.
Rafael Benitez hafði þetta að segja eftir leikinn: ,,Fyrir leikinn áttum við nóg af sóknar- og varnarmönnum en aðeins tvo miðjumenn ómeidda í þeim Steven Gerrard og Bolo Zenden þannig að við þurftum að breyta leikskipulaginu og leggja mjög hart að okkur."
,,Við fundum ekki plássið sem við þurftum í fyrri hálfleik, Manchester City voru duglegir í vörninni og aggressívir á miðjunni, en í seinni hálfleik höfðum við meira pláss og fleiri möguleika og Steven skoraði frábært mark."
,,Það er mikilvægt fyrir Steven að skora mörk því það gefur honum meira sjálfstraust. Hann er að spila vel núna en ég hugsa og held að hann viti að hann geti spilað mun betur vegna þess að hann er leikmaður með mikla hæfileika og er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur."
Benitez sagðist einnig vera mjög ánægður með Pepe Reina eftir að hann hélt markinu hreinu í sjötta skiptið í síðustu 7 leikjum: ,,Ég held að Pepe sé að spila mun betur," sagði hann. ,,Það var nokkuð ljóst að hann þurfti smá heppni og aðeins meira sjálfstraust og hann hefur verið að leggja hart að sér. Við vitum að Pepe er mjög góður markvörður og við verðum að sýna honum traust."
Markaskorarinn Steven Gerrard var einnig ánægður með sigurinn og framlag sitt í leiknum: ,,Þetta var erfiður leikur gegn líkamlega sterku liði," sagði hann. ,,Mér fannst Manchester City verjast mjög vel og þeir gáfu fá færi á sér. Við spiluðum erfiðan leik í miðri viku og þeir áttu viku frí þannig að stigin þrjú eru mjög mikilvæg í dag og sigurinn er það mikilvægasta, ekki frammistaða liðsins."
,,Við náðum að brjóta ísinn með marki mínu og ná þremur stigum. Frammistaða liðsins var mjög góð í dag. Ég er ánægðari með að ná í stigin heldur en að skora vegna þess að við eigum annan heimaleik á miðvikudaginn og ef við náum sigri gegn Portsmouth þá getum við kannski komið okkur í betri stöðu í deildinni."
Gerrard bætti við að lokum: ,,Ég hef verið að leggja hart að mér á æfingum og mér finnst formið vera að koma aftur. Ég veit að ég get spilað betur og ef ég finn mitt rétta form þá veit ég að mörkin fara að koma."
Stjóri Manchester City, Stuart Pearce var vitaskuld ekki ánægður með niðurstöðuna í leiknum og sagði að ein lítil varnarmistök hefðu verið nóg til þess að tapa leiknum: ,,Það má ekki gefa Steven Gerrard boltann 20 metrum frá marki. Ef það gerist, er öll sú vinna sem lögð hefur verið í leikinn farin í vaskinn," sagði Pearce vonsvikinn.
,,Þeir voru búnir að reyna allt og svo virtist sem að þeim tækist ekki að brjóta okkur niður. Þetta voru ein mistök sem kostuðu stig og þetta er það sem getur gerst þegar maður spilar gegn einu af fjórum bestu liðunum í deildinni."
,,Planið hjá okkur var að reyna að pirra þá og okkur tókst það. Micah Richards spilaði mjög vel í ókunnugri stöðu á miðjunni og þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi. Það verða ekki mörg lið sem fara með stig frá Anfield, en ef við náum að spila svona á útivöllum þá munum við ná okkur í mörg stig."
,,Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það markið hjá Gerrard sem skilur liðin að. Hann þurfti varla á því að halda að fá aukið sjálfstraust, er það nokkuð ? Það var algjör óþarfi hjá okkur að gera þetta auðvelt fyrir hann."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni