Í hnotskurn
Fyrsta deildarmark Steven Gerrard á leiktíðinni dugði til að senda City heim til Manchester án stiga. Þetta er leikur Liverpool og Manchester City í hnotskurn.
- Úrslit leiksins urðu þau sömu og í leik liðanna á Anfield Road á síðustu leiktíð. Þá skoraði Harry Kewell eina markið.
- Steven Gerrard skoraði fyrsta deildarmark sitt á leiktíðinni.
- Robbie Fowler kom inn á og spilaði lokakafla leiksins gegn liðinu sem hann yfirgaf til að komast aftur heim til Liverpool.
- Robbie lék 92 leiki með City og skoraði 28 mörk.
- Jose Reina hélt marki sínu hreinu þriðja leikinn í röð.
- Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í sex af síðustu sjö leikjum.
- Dietmar Hamann fékk ekki að spila á gamla heimavellinum sínum. Hann mátti verma varamannabekkinn.
- Didi lék 283 leiki með Liverpool og skoraði ellefu mörk. Þrjú af mörkunum skoraði hann gegn Manchester City!
- Árangur Liverpool í deildinni á útivelli á þessari leiktíð hefur verið mikið til umræðu. Liverpool hefur aðeins hlotið tvö stig í deildarleikjum sínum. Það er þó helmingi meira en Manchester City hefur aflað á ferðum sínum.
Jákvætt:-) Liverpool komst á sigurbraut í deildinni. Steven Gerrard skoraði fyrsta mark sitt í deildinni á þessari leiktíð. Það virðist vera að koma meira öryggi í leik liðsins. Jose Reina er farinn að finna sig í markinu og hélt markinu hreinu þriðja leikinn í röð.
Neikvætt:-( Þar sem Liverpool vann bara með eins marks mun þá mátti aldrei neitt út af bera og ekkert var í höfn fyrr en flautað var til leiksloka.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Steven Gerrard. Skoraði glæsilegt mark og lagði hart að sér í þágu liðsins.
2. Daniel Agger. Átti yfirvegaðan leik í vörninni og virðist alltaf vera öryggið uppmálað.
3. Dirk Kuyt. Vann eins skepna fyrir liðið. Hann gerði frábærlega í að vinna návígið sem leiddi af sér sigurmarkið hans Steven Gerrard.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni