Fylgst með úr fjarlægð
Hetjurnar frá Miklagarði verða víða í kvöld. Sumar verða að spila á Ataturk leikvanginum, sumar eru heima í Liverpool og enn aðrar hafa yfirgefið félagið. Ein slík ætlar þó að fylgjast vel með í kvöld. Dietmar Hamann er í fríi í og hann ætlar ekki að missa af leiknum.
"Stundum trúi ég ekki að við skyldum geta þetta. Þetta var alveg ótrúlegt. Í margar vikur á eftir vöknuðum við upp á nóttunni til að vera vissir um að þetta skyldi ekki hafa verið draumur. Það myndi kalla fram góðar minningar að fara þangað aftur en minningarnar koma fram af og til hvort sem er. Þær skjóta upp kollinum þegar maður keyrir um Liverpool og sér alla límmiðana í bílglugunum sem á stendur Evrópumeistarar 2005. Það verður samt gaman fyrir strákana að snúa aftur þangað. Ég reyni enn að horfa á eins marga leiki með Liverpool eins og ég mögulega get. Ég næ ekki að sjá þá alla en ég horfi ekki eins oft á neitt annað lið. Ég vonast til að sjá þennan leik. Við eigum að spila við Watford á heimavelli kvöldið áður svo það ætti ekki að vera neitt vandamál að sjá leikinn."
Það er ekki að spyrja að Keisaranum. Hann er enn með hugann hjá Liverpool!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni