Góð byrjun á árinu hjá fyrirliðanum
Árið 2007 hefði ekki getað byrjað mikið betur hjá fyrirliða Liverpool. Liðið hans vann, hann skoraði sjálfur fallegt mark og svo á hann fljótlega von á heimboði frá Elísabetu annarri Bretadrottningu til að taka á móti MBE orðunni.
"Þetta var fullkomin byrjun á árinu. Heimasigur, þrjú stig, við héldum hreinu og við spiluðum mjög góða knattspyrnu á móti góðu liði.
Þetta hefur verið góð vika fyrir mig persónulega en maður leggur það sem að manni sjálfum snýr til hliðar þegar maður fer inn á völlinn.
Markið mitt var mjög fínt. Það fór lítið fyrir mér í síðari hálfleik en ég var ánægður með markið. Við höfum verið á þokkalegu skriði að undanförnu og það var mikilvægt að halda okkar striki í dag. Tapið í Blackburn olli okkur vonbrigðum því við höfum verið að spila vel. Við stefnum nú að því að halda dampi og reyna í hverri viku að draga á efstu liðin.”
Steven Gerrard er langt frá því fyrsti leikmaður Liverpool til að hljóta MBE orðuna. Hann er þó fyrstur núverandi leikmanna liðsins til að hljóta hana og leikmaður frá Liverpool hefur ekki fengið neinar orður af neinu tagi nú í seinni tíð. Gerard Houllier fékk þó MBE orðuna ef ég man rétt.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna