| AB

Pennant reiðubúinn fyrir Watford

Vængmaður Liverpool, Jermaine Pennant, viðurkennir að sjálfstraustið í herbúðum Liverpool hefur minnkað eftir tvö svekkjandi töp, en heldur því fram að það sé ýmislegt enn í húfi á þessu tímabili, enda geti þeir tekið Úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Hann segir: "Stundum kemur þetta fyrir í bikarkeppnum þegar leikirnir enda ekki eins vel og maður vonar. Það eru vonbrigði að detta út úr bikarkeppnum en svona getur fótbolti verið stundum.

"Frá okkar sjónarmiði þá höfum við ekki verið að tapa stigum í deildinni á meðan. Við höldum sterkir áfram í Úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og ekki geta margir klúbbar sagt það sama.

"Það er enginn tilgangur með því að gráta yfir því sem er tapað. Við erum búnir að gleyma því og hlökkum núna til leiksins á móti Watford.

"Við vitum að það verður erfiður leikur því þeir vilja stigin, en á öðrum forsendum. Við spiluðum á móti þeim rétt fyrir jól svo við vitum í hvað við erum að fara. Þeir eru sterkir líkamlega og berjast um allt og beita löngum sendingum inn á okkar svæði. Við vitum á hverju við eigum von og verðum undir það búnir. Ef við spilum okkar leik þá ættum við geta spilað okkur í gegn og
unnið leikinn."

Einnig bætti hann við. "Við vitum að aðdáendurnir hafa verið hálfniðurlútir þetta tímabil en það er ennþá um nóg að keppa. Við erum ekki það langt á eftir Chelsea í deildinni og þeir eru að koma hingað á næstunni . Við höfum líka Barcelona leikinn til að hlakka til þannig að það er ekki allt tapað hvað þetta tímabil varðar."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan