Stephen Darby í viðtali
Við birtum hér viðtal við hinn efnilega Stephen Darby, sem var fyrirliði unglingabikarmeistaraliðs Liverpool. Eins og við höfum greint frá vann unglingaliðið góðan sigur á Chelsea í bikarkeppninni og stefnir liðið á annan bikarsigur.
Fæddur í Liverpool og ólst upp í Everton fjölskyldu en er eins Rauður og þeir gerast bestir. Draumurinn varð að veruleika og hann er nú samningsbundinn þeim klúbb sem hann elskar mest. Hann var í Akademíunni en hefur æft með aðalliðinu á Melwood síðan í sumar.
Mikil vinna og gott fom skilaði honum á bekkinn í desember síðastliðnum þegar hann var kallaður inn í hópinn fyrir leikinn gegn Galatasaray í Meistaradeildinni. Darby sýndi að hann hafði ekki gleymt rótum sínum hjá Akademíunni og fór hann strax inn í yngra liðið aðeins fáeinum tímum eftir að hann kom til baka frá Istanbúl.
Liverpoolaðdáendur tóku fyrst eftir þér á síðustu leiktíð þegar þú varst fyrirliði unglingaliðsins sem vann bikarinn á síðustu leiktíð. Hversu mikils virði var það fyrir þig að lyfta þeim bikar?
Það var vissulega umhugsanrefni því við höfðum ekki unnið þennan bikar í 10 ár. Þetta var frábær stund fyrir okkur alla og fyrir mig að lyfta bikarnum. Maður getur eiginlega ekki lýst tilfinningunni. Þetta var frábært. Þetta var liðssigur og ég var sá heppni sem fékk að lyfta bikarnum.
Hvað manstu eftir úr þessum tveimur úrslitaleikjum við Manchester City?
Við höfðum fimm til sex leikmenn úr Akademíunni og svo voru Antwi, Hobbs, Anderson, Hammill og Roque í liðinu. Þetta eru stórir strákar og þeir gáfu okkur það sem við þurftum sálfræðilega, þannig að þetta var góð blanda af leikmönnum. Við áttum hreinlega fyrri leikinn og þeir þann seinni. Við spiluðum mjög vel á Anfield og unnum 3-0 og við vissum að þeir myndu sækja mikið í seinni leiknum. Þeir komust í 2-0 þegar hálftími var eftir af seinni leiknum en okkur tókst með harðri vinnu að halda þetta út og sýndum þar af leiðandi karakter.
Jay Spearing er fyrirliðinn á þessu leiktímabili, er það svekkjandi fyrir þig að leiða ekki liðið aftur á þessari leiktíð?
Jay er fyrirliðinn og hann sneri til baka eftir að hafa brotið á sér annan fótinn og hann mætti í seinni leikinn í úrslitunum í fyrra. Það er auðvitað smá svekkjandi að vera ekki fyrirliði núna en ég get tekið þessu enda snýst þetta um liðið en ekki einstaklingana.
Þegar þið unnuð West Bromwich Albion í bikarnum á þessu tímabili spilaðir þú allan leikinn og framlenginguna líka þrátt fyrir að þú hafir komið til baka frá Istanbúl með aðalliðinu seinnipart sama dags. Segðu okkur frá þessu.
Þegar við vorum í Istanbúl sagði Alex Miller þjálfari liðsins að ég mætti spila leikinn og ég hringdi í Steve Heighway og sagði að ég þyrfti bara að komast þangað og hjálpa liðinu. Steve sótti mig á Melwood og við keyrðum beint á leikinn.
Þú hlýtur að hafa verið nokkuð þreyttur eftir fjögra tíma flug til baka til Liverpool?
Það angraði mig ekki því ég vildi bara spila og hjálpa liðinu. Þetta snýst allt um það að vinna sem lið og vinna saman. Þetta var erfiður leikur en á endanum náðum við að kreista fram 2-1 sigur.
Hvernig tilfinning var það fyrir þig að vera partur af aðalliðinu og vera á bekknum gegn Galatasaray?
Það var frábært fyrir mig að fá að vera með aðalliðinu og sjá hvernig þeir eru á velli og utan hans. Þeir hjálpuðu mér mikið og þetta var frábær reynsla .Andrúmslotfið á vellinum var mjög skrýtið og voru stuðningsmenn frekar illir og það sem mér fannst mest skrítið var að þegar ég fer á Liverpool leik þá vil ég taka þátt í söngvunum og vera með áhorfendum. Þarna var það ekki hægt því ég var á bekknum og varð að halda einbeitingunni ef liðið þyrfti á mér að halda.
Hvenær komstu að því að þú færir í þessa ferð?
Daginn áður en að við fórum. Þetta kom mér mjög á óvart. Gary Ablett sagði mér að það væru 99% líkur á því að ég færi og að hann væri bara að bíða eftir staðfestingu frá stjóranum. Svo kom stjórinn til mín og sagði mér að ég væri að fara til Istanbúl. Sjálfstraustið og metnaðurinn fór til hæstu skýja og þetta var frábær stund fyrir mig. Þú getur ekki lýst því hvernig það er að horfa á Liverpool sem aðdáandi í mörg ár og svo verða skyndilega partur af þessu liði, það er erfitt að setja þetta í orð sem segja hvernig það er.
Var það eins og draumur að verða að veruleika að fá að vera í aðalliðinu?
Já. Manni dreymir alltaf um þetta en á sama tíma þarf maður að vera raunsær og vinna mjög mikið.
Sagði Rafa eitthvað við þig?
Hann tók okkur ungu strákana til hliðar og sagði okkur að hafa ekki áhyggjur af því hvort við gerðum mistök eða ekki og reyna bara að gera sömu mistökinn ekki tvisvar. Hann var mjög uppörvandi við okkur.
Hversu stórt skref var það fyrir þig að koma uppúr Akademíunni í sumar og fara á Melwood?
Það kom mér mjög á óvart ef ég á að vera hreinskilinn. Það hjálpaði mikið að Lindfield, Flynn, Threlfall og Robert fóru á sama tíma þannig að við upplifðum sömu tilfinningu og gátum hjálpað hver öðrum í gegnum daginn. Munurinn sem ég tók sérstaklega eftir var líkamlega hliðin og hraðinn á leiknum var miklu hraðari á Melwood. Við höfum allir aðlagað okkur að þessu þannig að ég er orðinn vanur þessu.
Steve Heighway talar um hvað hann er ánægður með þig. Hversu mikil áhrif hefur hann haft á ferilinn þinn fram að þessu?
Hann hefur haft einna mest áhrif á mig síðan að ég kom til Akademíunnar. Steve hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og hann er alltaf til í að koma með ráðgjöf þegar þú þarft á því að halda.
Að undanskildum Steve Heighway hver hefur einnig haft mikil áhrif á þig?
Pabbi hefur haft mikil áhrif á mig og hann kemur alltaf og horfir á mig spila og hvetur mig áfram. Það er svolítið fyndið því fjölskyldan mín eru allir Everton aðdáendur en ég sá ljósið og var nógu skynsamur til að vera Liverpool aðdáandi.
Vildirðu alltaf vera knattspyrnumaður?
Já, ég held að flestum ungum strákum dreymi um það. Það er alltaf draum líkast að stíga inn á völlinn í Liverpooltreyju og minn draumur er að það munir gerast einhvern tímann með aðalliðinu.
Þú ert hægri bakvörður, segðu aðdáendum sem hafa ekki séð þig spila hvernig leikmaður þú ert?
Ég reyni að hafa þetta einfalt. Mér líkar vel að fara fram en aðaltaktíkin mín er að hafa þetta einfalt og ekki gera hlutina of flókna sem ég held að þú getir ekki leyft þér sem varnarmaður.
Telur þú að Steve Finnan sé fyrirmynd fyrir þig núna þar sem þú ert að æfa á Melwood?
Enginn spurning. Ég tel Steve Finnan einn af bestu bakvörðum deildarinnar og að fá tækifæri til að æfa með honum kennir mér mjög mikið og er mér mikilvægt og ég reyni að nota eitthvað af því sem hann er að gera á vellinum.
Hver er metnaður þinn það sem eftir lifir tímabils?
Að fá nokkra varaliðsleiki í viðbót því ég hef ekki byrjað það marga á þessari leiktíð. Vonandi tekst mér að vera laus við meiðsli og einnig vonast ég til að þokast nær draumnum þ.e.a.s spila með aðalliði Liverpool.
Júlíus Valdimar Finnbogason þýddi viðtalið af liverpoolfc.tv
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!