Við erum tilbúnir fyrir Chelsea!
Dirk varaði Chelsea við í dag að þeir myndu mæta öðru liði en þeir mættu á Stamford Bridge fyrr á tímabilinu.
Rafa Benítez leitar enn að sínum fyrsta sigri á móti núverandi meisturum og er að reyna bæta Lucas Neill við leikmannahópinn fyrir leikinn.
Kuyt segir þetta eitt af síðustu tækifærum liðsins til að blanda sér í baráttu tveggja efstu liða.
"Sigurinn á móti Watford er nákvæmlega það sem við þurftum eftir tapið á þriðjudagskvöldið og ekki var verra að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu." Sagði Dirk.
"Mér fannst við spila vel alls staðar á vellinum og ég hlakka til að sjá spilamennskuna á laugardag."
"Ef við eigum að eiga möguleika á öðru sætinu verðum við að vinna þennan leik. Ég er viss um að þetta verði frábær leikur með frábæru andrúmslofti og við getum ekki beðið."
"Fólk talar mikið um úrslit okkar gegn stórliðunum, en ekki fyrir löngu síðan talaði það líka um það við gætum ekki unnið á útivelli. Við náðum að breyta því formi og nú erum við tilbúnir að taka á móti Chelsea."
"Við erum búnir að sýna að við erum í góðu formi í Úrvalsdeildinni. Aðeins tapið gegn Blackburn sem við áttum ekki skilið dró aðeins úr því. Ég finn að við erum alltaf að verða betri, þannig við mætum Chelsea á góðum tíma. Við erum betri en þegar við mættum síðast."
"Gagnrýnin sem Benítez fékk eftir tapið gegn Arsenal í Carling bikarnum var ósanngjörn ef ég á að segja mitt álit. Ef þú tapar 6-3 á Anfield, þá veistu að það verður pressa á klúbbnum. Sem leikmaður er það eina sem þú getur gert að vinna næsta leik."
"Rafa er toppþjálfari sem er sérstaklega sterkur í liðsuppstillingum. Gagnrýnendur hans tala mikið um hvað hann breytir liðinu mikið, en á Englandi er það eins og hvergi annars staðar, að þú leikur 65 leiki á tímabili.
"Á móti Watford sást hvað hann var góður í leikskipulaginu að nota mig, Bellamy og Crouch þrjá saman frammi í fyrsta sinn."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum