Stephen Warnock seldur til Blackburn Rovers
Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að Stephen Warnock hafi verið seldur til Blackburn Rovers. Lengi vel var talið að Stephen myndi bara vera seldur ef Lucas Neill kæmi til Liverpool. Eftir að Lucas ákvað að fara til West Ham United hafa eflaust margir stuðningsmenn Liverpool vonað að Stephen færi hvergi en nú er hann sem sagt farinn á braut. Kaupverðið er talið vera um ein og hálf milljón sterlingspunda.
Stephen Warnock er alinn upp hjá Liverpool. Leiktíðina 2003/2004 var hann í láni hjá Coventry City og stóð sig frábærlega. Svo vel stóð hann sig að valinn besti leikmaður liðsins af stuðningsmönnum. Áður hafði hann verið í láni hjá Bradford City. Hann lék sinn fyrsta leik með Liverpool í ágúst 2004 þegar hann kom inn sem varamaður gegn Graz í 2:0 útisigri Liverpool í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann lék 67 leiki með Liverpool og skoraði eitt mark. Það mark kom í 5:1 sigri Liverpool á Fulham á síðustu leiktíð.
Stephen hefur verið með ólíkindum óheppinn með meiðsli á ferli sínum og þau hjálpuðu sannarlega ekki til á ferli hans hjá Liverpool. Það verður að segjast að margir stuðningsmenn Liverpool munu sjá eftir Stephen því hann er heimamaður og stóð alltaf fyrir sínu. Einn félagi hans sagði til dæmis í viðtali á dögunum að Stephen væri erfiðast mótherji sinn á æfingum. Í raun hefði hann allt eins getað spilað stöðu vinstri bakvarðar eins og John Arne Riise. Að minnsta kosti er hann betri varnarmaður en Norðmaðurinn. Það segir sitt um Stephen að hann var tvívegis valinn í enska landsliðið. Hann spilaði reyndar ekki landsleik en það eitt að hann var valinn segir að það sé mikið í hann spunnið. En nú hafa forráðamenn Liverpool úrskurðað að hann sé ekki nógu góður til að spila með Liverpool og þar við situr. Vonandi vegnar honum vel hjá Blackburn Rovers.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!