Stephen Warnock spenntur fyrir nýrri áskorun
Það er virkileg eftirsjá í hinum baráttuglaða Stephen Warnock sem endurspeglaði hinn ekta scouser, mikill húmoristi, tæklaði og tættist þar til sigur var unninn.
Warnock hóf æfingar hjá Liverpool 11 ára gamall og þó honum þyki leitt að fara þurfti hann að yfirgefa félagið til að spila reglulega.
"Það var frábær reynsla að leika fyrir Liverpool, félagið sem maður ólst upp hjá. Maður býst ekki við því að yfirgefa félagið en þegar maður er hjá stórliði eins og Liverpool þá veit maður að maður gæti þurft að fara frá félaginu til að spila reglulega annars staðar.
Ég er ekki í uppnámi yfir því að fara því ég hef gengið til liðs við frábært félag þar sem ég fæ tækifæri til að sýna hvað í mér býr. Blackburn komst í Evrópukeppnina á síðasta ári og framkvæmdastjórinn segir að takmarkið sé að endurtaka leikinn. Ég vil leika reglulega í Úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Blackburn er í frábæru formi í augnablikinu og ég býst ekki við því að ganga beint inn í liðið og verð að sanna mig fyrir stjóranum."
Mark Hughes er hæstánægður með kaupin enda varla til baráttuglaðari menn sem eru harðari af sér en Warnock:
"Hann er með mikla reynslu miðað við leikmann á hans aldri. Hann hefur leikið í Meistaradeildinni og ágætan fjölda af Úrvalsdeildarleikjum. Mér líkar við leikstíl hans. Hann vill fara í návígi, pressa leikmenn og smellpassar við lið mitt. Hann er örvfættur sem gefur okkur gott jafnvægi vinstra megin sem við höfðum ekki því Lucas var réttfættur. Liverpool kunni að meta hann og þráaðist lengi vil við að láta efnilegan enskan leikmann yfirgefa félagið."
Það verður að segja eins og er að það er virkilega leiðinlegt að sjá enn einn uppaldan leikmann yfirgefa félagið og verður Warnock sárt saknað. Vonandi vegnar honum vel enda góður knattspyrnumaður þarna á ferð.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!