Góðir möguleikar
Boudewijn Zenden er einn þriggja leikmanna Liverpool sem hefur leikið með Barcelona. Hinir eru þeir Jose Reina og Sanz Luis Garcia. Hollendingurinn þekkir því vel til í herbúðum Katalóníuliðsins. Hann hefur sjálfur upplifað þær gríðarlegu væntingar sem gerðar eru til leikmanna Barcelona og hann telur að væntingarnar geti unnið með Liverpool í rimmunni við Börsunga.
"Ég var hjá Barcelona í þrjú ár. Þetta er félag þar sem það eitt gildir að ná hagstæðum úrslitum. Hagstæð úrslit þar á bæ einskorðast reyndar bara við sigur. Stundum er meira að segja ekki nóg að vinna því liðið þarf líka að spila góða knattspyrnu. Væntingarnar til Barcelona eru kannski enn meiri því liðið vann keppnina á síðasta ári og því er reiknað með því að liðið nái hagstæðum úrslitum.
Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Það verður mikið um að vera suður í Barcelona en ég hef mikla trúa á að við náum að komast áfram. Kannski reikna stuðningsmenn Barcelona með því að þetta sé leikur sem liðið þeirra ætti að vinna en mér er rétt sama um það. Liverpool er líka mjög stórt félag og ég er viss um að menn þar eru ekkert of ánægðir með að þurfa að leika gegn Liverpool svona snemma í keppninni.
Nou Camp er gríðarlega stór leikvangur sem rúmar marga stuðningsmenn. En margir stuðningsmannanna geta verið mjög gagnrýnir. Ef hlutirnir gagna ekki eins og þeir vilja gætu þeir snúist gegn leikmönnum Barcelona og við getum fært okkur það í nyt. Frá okkar sjónarhóli er það líka stór plús að seinni leikurinn er á Anfield. Við getum því komist áfram."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni