| Sf. Gutt

Besti markaskorarinn

Rafael Benítez hældi Robbie Fowler eftir leikinn við Sheffield United og segir hann besta markaskorarann hjá félaginu. Robbie skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í 4:0 sigri Liverpool og lagði upp síðasta mark leiksins fyrir Steven Gerrard með frábærri sendingu.

"Hann er virkilega góður í að klára marktækifærin og reyndar er hann ennþá sá besti sem við höfum innan okkar raða. Ég hugsa mér stundum að ef við gætum haft Craig Bellamy í því að ráðast gegn varnarmönnum og rekja boltann með sér tuttugu metra og hann myndi svo senda á Robbie í færi þá væri það fullkomið. Ef færi eru sköpuð fyrir hann þá má reiða sig á að hann getur afgreitt þau og það er mjög mikilvægur hæfileiki.

Við höfum fjóra mjög góða sóknarmenn sem hafa allir mismunandi hæfileika. Peter er snjall í loftinu. Dirk er duglegur að halda varnarmönnum við efnið og Craig hleypur inn fyrir varnirnar. Robbie er á sveimi inni í teignum og í kringum hann og auðvitað kemst hann í marktækifæri. Við ræðum seinna um framtíð Robbie en það er aldrei að vita hvað gerist ef hann skorar í hverjum leik á næstu mánuðum. Við þurfum einhvern til að skora mörk reglulega. Ef Robbie verður ekki hjá okkur á næstu leiktíð þá þurfum við að reyna að finna annan leikmann eins og hann. Það verður ekki auðvelt en það er ljóst að við þurfum einhvern sem býr yfir sömu hæfileikum."

Robbie hefur nú skorað sjö mörk á þessari leiktíð og tólf eftir endurkomuna. Verður það að teljast mjög gott miðan við hversu marga leiki hann hefur leikið. Hann hefur leikið seytján leiki á leiktíðinni. Aðeins fjórir leikmenn Liverpool hafa skorað fleiri mörk en Robbie. Peter Crouch hefur skorað flest mörk á leiktíðinni eða þrettán.  









 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan