| Sf. Gutt

Fjórða heimsókn Börsunga til Liverpool

Börsungar sækja Liverpool heim í fjórða sinn í kvöld. Fyrri viðureignirnar þrjár hafa verið sögulegar. Tvær leiddu Liverpool að Evróputitlum.

Barcelona kom fyrst til Liverpool á leiktíðinni 1975/76. Liðin léku þá í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Liverpool vann fyrri leikinn á Nou Camp 1:0 með marki frá John Toshack. Barcelona þyrfti því að snúa blaðinu við í þessum leik en það tókst sem betur fer ekki. Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Phil Thompson skoraði mark Liverpool sem komst þar með í úrslit og vann keppnina eftir leiki við Brugge frá Belgíu.

Næsta heimsókn Barcelona var í undanúrslitum sögu keppni leiktíðina 2000/2001. Fyrri leik liðanna á Nou Camp lauk með markalausu jafntefli. Liverpool vann seinni leikinn 1:0 á mögnuðu kvöldi á Anfield Road. Gary McAllister skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Liverpool komst þar með í úrslit þar sem liðið  lagði Alaves í ógelymanlegum leik.

Þriðja viðureign liðanna á Anfield Road var á næstu leiktíð á eftir. Liðin drógust þá saman í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool komst yfir með marki frá Michael Owen en Börsungar sneru blaðinu viðog unnu 3:1. Liðin skildu jöfn án marka áNou Camp og Liverpoolkomst upp úr riðlinum.

Hvað gerist í kvöld?

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan