Spennan magnast!
Það styttist í mikilvægasta leik leiktíðarinnar. Evrópumeistarar síðustu tveggja ára ganga á hólm á Anfield Road í kvöld. Vissulega eru allir leikir mikilvægir en liðið sem hefur betur í þessari tveggja leikja rimmu sem lýkur á Anfield Road í kvöld á möguleika að vinna Evrópubikarinn! Barcelona getur enn unnið bæði deild og bikar heima á Spáni en Evrópubikarinn er síðasti raunhæfi möguleiki Liverpool á titli á þessari leiktíð.
Heimildarmaður minn í borginni segir aðstemmningin sé að magnast upp fyrir leikinn. Það er ekki að spyrja að því að Rafael Benítez og menn hans hafa ákallað The Kop og beðið um stuðning líkt og gert er fyrir stórleiki af þessu tagi. Reyndar þarf þess ekki því stuðningsmenn Liverpool ætla sér að leggja sitt af mörkum til að ætlunarverkið takist!
Bæði lið hafa alla sína bestu menn til taks. Reyndar eru þeir Sanz Luis Garcia og Harry Kewell ekki leikfærir en það hafa þeir ekki verið síðustu mánuði. Uppskriftin er þekkt. Evrópukvöld, eins og þau gerast best, er í uppsiglingu á Anfield Road. Upp með treflana hvar sem þið eruð stödd!
You´ll Never Walk Alone!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni