Liverpool áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar!
Liverpool komst áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld. Liðið mátti þola ósanngjarnt 1:0 tap fyrir Barcelona á Anfield Road en mörkin á Nývangi skiluðu Liverpool verðskuldað áfram. Liverpool var lengst af miklu sterkara liðið í leiknum en leikmönnum liðsins tókst ekki að skora þrátt fyrir góð færi. Í þetta sinn koma það ekki að sök. Enn eitt Evrópukvöldið skilaði sínu og það er enn mikið líf eftir í leiktíðinni!
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að Rafael Benítez hafði fyrirskipað sókn frá fyrstu mínútu í von um að ná marki og gera þar með svo til út um rimmuna. Framan af virtist aðeins tímaspursmál um hvenær Liverpool skoraði. John Arne Riise átt þrumuskot rétt framhjá eftir um átta mínútur og litlu síðar átti hann glæsilegt skot utan teigs sem small í þverslánni. Um miðjan hálfleikinn slapp mark Barcelona ótrúlega. Fyrst komst Craig Bellamy inn á teig og átti fast skot en Victor Valdes varði. Dirk Kuyt náði frákastinu en aftur varði Victor. Boltinn barst aftur út í teig. John Arne náði að skalla á mark en Carles Puyol bjargaði á marklínu. Ekki löngu seinna sluppu Evrópumeistararnir enn með skrekkinn. Victor átti misheppnað útspark. Boltinn fór beint á Mohamed Sissoko sem sendi boltann viðstöðulaust í átt að opnu marki en boltann hafnaði í þverslá. Það var með algerum ólíkindum að Liverpool væri ekki með örugga forystu í hálfleik því liðið var miklu betra og Barcelona náði varla sókn.
Eins og við mátti búast þá sóttu Evrópumeistararnir í sig veðrið eftir leikhlé. Eftir sjö mínútur tók Ronaldinho mikla rispu og náði að komast framhjá þremur varnarmönnum inn á teig. Hann þrumaði svo að marki en boltinn hafnaði í stönginni. Messi átti svo skot sem Jose varði af öryggi. Hinu megin áttu Steve Gerrard og Dirk Kuyt langskot sem fóru framhjá. Stundarfjórðungi fyrir leikslok náði Barcelona að skora upp úr þurru. Eiður Smári Guðjohnsen, sem var nýkominn inn sem varamaður, slapp óséður inn á teig vinstra megin. Hann fékk góða sendingu frá Messi, lék á Jose og skoraði í autt markið. Upphófst nú mikil taugaspenna því Barcelona hefði náð að komast áfram með einu marki svo framarlega að Liverpool næði ekki að jafna. Það reyndist hns vegar aldrei mikil hætta á því. Leikmenn Liverpool voru gríðarlega duglegir og gáfu ekki tommu eftir. Reyndar var Liverpool miklu nær því að jafna, sem liðið hefði sannarlega átt skilið, en að Barcelona næði að auka forystuna. Steven átti gott skot sem Victor varði vel og á síðustu mínútunni braust Jermaine Pennant upp hægri kantinn og sendi fyrir á Peter Couch sem skaut rétt yfir. Stuðningsmenn Liverpool hófu að syngja þjóðsönginn og þegar flautað var til leiksloka gátu þeir fagnað sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar! Liverpool hafði slegið Evrópumeistarana út úr keppninni og það verðskuldað!
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Agger, Arbeloa, Gerrard, Sissoko, Alonso, Riise (Aurelio 77. mín.), Kuyt (Crouch 89. mín.) og Bellamy (Pennant 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek, Hyypia, Mascherano og Zenden.
Gul spjöld: Alvaro Arbeloa, Mohamed Sissoko, Jermaine Pennant og Jose Reina.
Barcelona: Valdes, Thuram (Guðjohnsen 71. mín.), Marquez, Puyol, Oleguer, Xavi, Iniesta, Deco, Messi, Eto'o (Giuly 61. mín.) og Ronaldinho. Ónotaðir varamenn: Jorquera, Zambrotta, Edmilson, Sylvinho og Saviola.
Mark Barcelona: Eiður Smári Guðjohnsen (75. mín.).
Gul spjöld: Lilian Thuram.
Áhorfendur á Anfield Road: 42.579.
Liðin voru jöfn 2:2 eftir tvo leiki en Liverpool fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli!
Maður leiksins: Jamie Carragher. Enn einu sinni sýndi Jamie hversu magnaður varnarmaður hann er. Það reyndi kannski ekki mikið á hann framan af en þegar leið á leikinn sást vel hversu sterkur hann er. Hann stjórnaði líka vörninni eins og hershöfðingi.
Rafael Benítez var mjög stoltur í leikslok. "Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum og stuðningsmönnum okkar. Stemmningin á var kyngimögnuð og þetta er ástæðan fyrir því að ég segi alltaf að við eigum bestu stuðningsmenn í heimi. Ég er vonsvikinn yfir því að við skyldum fá á okkur mark og tapa í kvöld en við verðskulduðum að komast áfram. Við áttum skilið að skora mörg mörk í fyrri hálfleik og jafnvel í síðari hálfleik, þegar Barcelona var meira með boltann, áttum við fleiri færi úr skyndisóknum. Við náðum ekki að skora úr færunum sem við sköpuðum okkur en við lögðum gríðarlega hart að okkur. Við náðum að halda út og tryggja áframhald okkar í keppninni."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!