| Grétar Magnússon

Carra einn sá besti í heimi

Steven Gerrard liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að því að lýsa aðdáun sinni á Jamie Carragher.  Hann segir Carra einfaldlega vera einn af bestu varnarmönnum í heimi og varla er hægt að mótmæla því.

Carragher var valinn maður leiksins eftir að hafa staðið sig óaðfinnanlega í að halda aftur af mönnum eins og Ronaldinho, Lionel Messi og Samuel Eto´o.

Í viðtali á síðasta tímabili sagði Carragher í viðtali að hann myndi ekki vilja skipta á Gerrard og Ronaldinho og Gerrard hefur nú endurgoldið Carra hrósið:  ,,Í þessum tveim leikjum hefur Carra verið stórfenglegur.  Kannski eru einhverjir sem fannst frammistaða hans koma á óvart en hann hefur vissulega ekki komið mér á óvart eða neinum hjá þessu félagi.  Við höfum horft á hann verða betri og betri með hverju árinu sem líður."

,,Ef ég lít í kringum mig og skoða þá varnarmenn sem eru að spila í Evrópu og í heiminum í dag þá get ég ekki séð neinn sem er betri en hann.  Ég myndi aldrei vilja skipta á Carra og einhverjum öðrum."

,,Ég veit það líka að landsliðseinvaldur Englands var á vellinum í gær og eftir að hafa séð frammistöðu eins og þessa, þá hlýtur verður athyglisvert að sjá næsta byrjunarlið sem hann velur."

,,Eins og Carra, þá tel ég alla strákana í liðinu eiga hrós skilið fyrir það hvernig við komumst áfram.  Daniel Agger er ótrúlega hæfileikaríkur miðað við aldur, Steve Finnan var stórkostlegur í báðum leikjum og Alvaro Arbeloa er nýkominn inn í liðið og hann hefur staðið strax staðið sig vel."

Varðandi mótherja í 8-liða úrslitum segist Gerrard helst vilja komast hjá því að dragast gegn ensku liði en sjálfstraustið sé engu að síður til staðar eftir að hafa slegið sjálfa meistarana út.

,,Gærkvöldið var frábært en til þess að þetta teljist sem eitt af bestu kvöldunum í sögu Anfield þá verðum við að halda áfram og láta þetta skipta einhverju máli.  Ef við förum alla leið munum við líta til baka og telja þetta hafa verið eitt bestu afrekum okkar, að slá út meistarana.  En ef við dettum út í næstu umferð þá skiptir þetta ekki eins miklu máli."

,,Ég held að ég myndi ekki vilja mæta ensku liði í næstu umferð, en mér er í raun alveg sama.  Eftir að hafa slegið út Barcelona erum við tilbúnir fyrir hvað sem er."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan