Við óttumst enga!
Xabi Alonso segir að leikmenn Liverpool óttist ekkert af þeim liðum sem eftir eru í Meistaradeildinni. Spánverjinn hrósar Jamie Carragher fyrir frábæran leik. Hann er ekki einn um það í dag að hrósa þessum magnaða varnarmanni.
"Við vissum að þetta yrði erfitt gegn Evrópumeisturunum. Margir áttu ekki von á því að við myndum slá Barcelona út en við erum konir í fjórðungsúrslit og getum hlakkað til dráttarins. Þar eru mörg erfið lið eftir en við óttumst ekkert þeirra. Við berum virðingu fyrir þeim en við erum ekki hræddir við þau.
Stemmningin á leiknum var mjög mögnuð og við fengum frábæran stuðning. Stuðningsmenn okkar eru þeir bestu í heimi. Því miður náðum við ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir góð marktækifæri. Við vissum að við gátum ekki legið til bara og varist. Þess vegna vildum við skora mark.
Síðustu fimmtán mínúturnar voru erfiðar. Við vissum að þeir myndu fara áfram ef þeir næðu öðru marki og við þurftum að verjast mjög vel. En jafnvel eftir að þeir skoruðu þá hafði ég trú á því að við myndum ekki fá annað mark á okkur. Við vörðumst vel og Jamie Carragher verðskuldaði sannarlega að vera valinn besti maðurinn á vellinum. Hann átti enn einu sinni framúrskarandi leik fyrir okkur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!