Mun aldrei gleyma sigrinum á Barcelona
Pepe Reina segir að minningarnar sem hann geymir eftir leikinn gegn Barcelona á Anfield muni lifa með honum að eilífu. Tilefnið var sérstakt fyrir Reina þar sem hann hóf ferilinn hjá Börsungum á sínum tíma.
Eins og menn muna þá spilaði Reina með Barcelona á Anfield árið 2001 og kom hann engum vörnum við þegar gamla brýnið Gary McAllister skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Reina vissi sem var að það þyrfti topp frammistöðu leikmanna til að halda Barcelona niðri í seinni leiknum og liðsfélagar hans ollu honum ekki vonbrigðum og hafði hann lítið að gera fyrr en Eiður Smári skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu.
,,Að vinna þessa rimmu var frábær tilfinning og þetta er kvöld sem ég gleymi aldrei," sagði Reina. ,,Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í svona sérstöku kvöldi fyrir þetta félag."
,,Við áttum fullt af tækifærum í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað nokkur mörk. Barca spiluðu ekki svo vel í fyrri hálfleik vegna þess að við leyfðum þeim það ekki. En í seinni hálfleik urðum við svolítið þreyttir og þeir létu boltann ganga mjög vel."
,,Við vissum að ef þeir myndu skora þá yrði þetta mjög erfitt. Við áttum aðeins erfitt uppdráttar í lokin en það var gríðarlega þýðingarmikið að ná að halda þessu."
Sjónarhorn Reina af leiknum var auðvitað mjög gott en hann fylgdist með samherjum sínum stöðva hverja sókn Barcelona á fætur annari. Frammistaða Jamie Carragher gerði hann nánast orðlausan og telur Reina að Steve McClaren geti nú varla lengur neitað Carragher um sæti í byrjunarliði Englendinga.
Hann sagði: ,,Carra var sem klettur eins og venjulega og ég er mjög stoltur af því að spila í sama liði og hann."
,,Ég er ekki stjórinn hjá enska landsliðinu en ég veit þó það að hann er stórkostlegur leikmaður. Hann sýndi og sannaði enn og aftur að við getum staðið okkur gegn góðum liðum með góða leikmenn. Það mikilvægasta er að hjá Liverpool er hann mikils metinn og hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!