Mark sem kom sér vel á Íslandi
Barcelona vann 1:0 heppnissigur á Livepool á Anfield Road á þriðjudagskvöldið. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok. Mörkin tvö sem Liverpool skoraði á Nou Camp í fyrri leiknum komu Liverpool áfram. Mark Eiðs náði aðeins að jafna rimmu Evrópumeistaranna frá 2005 og 2006 í 2:2 og dugði Börsungum því skammt.
Markið kom sér hins vegar vel hér heima á Íslandi. Samkvæmt samstarfssamningi Eimskips við Eið Smára, sem gerður var snemma á þessu ári, fær félagið Umhyggja eina milljón fyrir hvert mark sem Eiður skorar í Meistaradeildinni. Umhyggja er félag til styrktar langveikum börnum. Félagið á líka að fá hálfa milljón fyrir mörk sem Eiður skorar í spænsku deildinni. Þetta var fyrsta innborgun til Umhyggju eftir að samningurinn tók gildi enda markið það fyrsta sem Eiður skorar á þessu ári. Vonandi fær Umhyggja meira af peningum úr þessari átt á þesari leiktíð en sem betur fer gefur Meistaradeildin ekki meira af sér í þeim efnum á þessari leiktíð!
Þess má geta að Eiður Smári Guðjohnsen varð annar Íslendingurinn til að skora á Anfield Road. Sá fyrsti var auðvitað Gunnar Felixsson sem skoraði eina mark K.R. þegar liðið tapaði 6:1 fyrir Liverpool í Evrópukeppni Meistaraliða í september 1964. Það var seinni leikur liðanna en Liverpool vann 5:0 á Laugardalsvellinum. Gunnar varð þar með fyrstur útlendinga til að skora gegn Liverpool! Eiður hefur reyndar áður skorað gegn Liverpool og það tvisvar ef minnið bregst ekki. Þau mörk komu hins vegar á Stamford Bridge. Hann var svo næstum búinn að skora gegn Liverpool á Anfield Road í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2005. Það tókst honum sem betur fer ekki!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!