Læri eitthvað nýtt á hverjum degi
Jermaine Pennant segist vera ánægður með spilamennsku sína undanfarið og segist læra eitthvað nýtt á hverjum degi hjá félaginu sem hjálpi sér að verða betri leikmaður.
Pennant, sem hefur verið spilað mjög vel undanfarið, segist vera loksins vera að sýna þá frammistöðu sem varð til þess að hann var keyptur til félagsins.
Það er ekki langt síðan að Rafa Benítez hrósaði Pennant fyrir frammistöðuna í undanförnum leikjum en Pennant segist ekki ætla að láta hrósið stíga sér til höfuðs.
,,Ég er í góðu formi um þessar mundir, en það er í raun sem hluti af liðinu ekki satt ? Þegar liðið er að skila sínu þá er auðveldara að spila vel. Maður sýnir sit besta þegar vel gengur og sem stendur er ég mjög ánægður með mig og spilamennskuna."
,,Það er ánægjulegt að vera farinn að sýna stöðugleika. Stjórinn mun vera ánægður með það og vonandi restin af liðsfélögunum líka. Mér finnst ég hafa áhrif á leiki. Ég veit að væntingar til leikmanna Liverpool eru miklar og ég hef vitað þetta síðan ég kom hingað. Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi og stíll liðsins hentar mér mjög vel."
..Að vera hluti af liðinu hjálpar sjálfstraustinu hjá mér og bætir mig sem leikmann. Leikurinn í gær sýndi hversu mikið sjálfstraust ég hef núna.
Pennant viðurkennir einnig að hann er áfjáður í að taka þátt í leikjunum gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. ,,Við eigum leik á laugardaginn áður en við spilum við Chelsea og við verðum að klára þann leik fyrst. Við viljum ekki hugsa um Chelsea strax vegna þess að við þurfum að einbeita okkur að öðrum leikjum. Svo munum við sjá hvaða lið stjórinn velur fyrir Chelsea leikinn."
,,Ef hann vill einhvern sem er meira varnarsinnaður hægra megin þá setur hann sennilega Stevie þangað vegna þess að ég er sóknarsinnaður kantmaður og hef ekki mikla varnareiginleika í mínum leik."
,,Ef stjórinn velur þessa leið gegn Chelsea þá verður að hafa það, en hann veit hvað ég get gert, það verður því ekki vandamál fyrir mig hvort ég byrja eða verð á bekknum."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!