Rafael vill að sínir menn sýni góðan leik
Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, vill að leikmenn sínir sýni góðan leik gegn Wigan Athletic í dag. Hann segir að menn þurfi að berjast fyrir sætum sínum fyrir leikinn gegn Chelsea. Því dugi mönnum ekki að slá slöku við. Sigur Liverpool í dag tryggir liðinu eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni og þar með rétt til að komast í Meistaradeildina.
"Ég vona að allir mínir menn trúi að þeir séu að spila fyrir því að komast í liðið gegn Chelsea. Á þessari leiktíð hefur það verið hugmynd okkar að fá nýja leikmenn til liðsins svo að við höfum tvo menn í hverja stöðu. Þetta leiðir af sér samkeppni og hana höfum við núna. Það er hollt fyrir liðið.
Við þurfum að leggja Wigan að velli til að tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er upplagt að hafa að einhverju að keppa því þá halda leikmennirnir sínu striki og halda áfram að vinna. Þeir vita þá að þeir eru að reyna að halda sæti sínu í liðinu. Ég mun stilla upp sterku liði gegn Wigan. Það er mikilvægt að tefla fram sterku liði og vinna áður en við förum til Chelsea."
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin