Í hnotskurn
Meistaraslagur á Stamford Brigde. Enn tapar Liverpool þar. Þetta er leikur Liverpool og Chelsea í hnotskurn.
- Þetta var meistaraslagur. Chelsea er enskur meistari. Liverpool vistar nú F.A. bikarinn og Skjöldinn!
- Þótt stutt sé liðið af leiktíðinni þá var þetta önnur viðureign liðanna. Liverpool vann sællar minningar 2:1 sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn í Cardiff fyrir rúmum mánuði.
- Enn mætast liðin. Þetta var tólfta viðureign liðanna á síðustu þremur leiktíðum.
- Liverpool hefur aðeins unnið þrjá af þessum tólf leikjum.
- Stamford Bridge hefur ekki reynst Liverpool vel á síðustu árum.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn sigur þar frá leiktíðinni 1989/90.
- Þetta var tíunda tap Liverpool á Brúnni á síðustu ellefu leiktíðum.
- Chelsea vann þarna sinn fimmta deildarsigur í röð á Liverpool.
- Daniel Agger lék sinn tíunda leik með Liverpool.
Jákvætt:-) Liverpool spilaði í raun mjög vel í leiknum og verðskuldaði alls ekki að tapa. Leikmenn liðsins voru mjög ákveðnir og það var aðeins augnabliks einbeitingarleysi sem varð því að falli.
Neikvætt:-( Það var sárt að tapa enn leiknum leiknum á Stamford Bridge. Liverpool náði ekki að færa sér liðsmuninn í nyt eftir að einn leikmanna Chelsea var rekinn af leikvelli.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Daniel Agger. Enn einu sinni lék Daniel vel í stöðu miðvarðar. Hann er snjall miðvörður sem fær meira og meira hrós með hverjum leiknum sem hann spilar.
2. Dirk Kuyt. Hann var óheppinn að skora ekki sitt fyrsta mark fyrir Liverpool þegar hann skaut í þverslá. Hann átti í heildina mjög góðan leik og það virðist bara vera spurning um tíma hvenær hann skorar fyrsta mark sitt í rauðu treyjunni.
3. Steven Gerrard. Fyrirliði Liverpool skapaði mikla hættu í vörn Chelsea og var alltaf ógnandi á vinstri kantinum.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu